Miðvikudagur 01.02.2012 - 17:17 - Lokað fyrir ummæli

Ríkisstjórn hristir af sér hrakspár!

Ríkisstjórnin á víst afmæli í dag. Hún er um margt merkileg. Hún
tekur við versta búi síðan í kreppu millistríðsáranna. Hún hefur  mátt búa við ósvífnasta umtal allra tíma. Hún er með fleirri útundansérhlaupara  en nokkur önnur ríkisstjórn. Hún kaupir sér ekki vinsældir með ábyrgðarleysi.  Hún er  að meirihluta til skipuð konum.  Forsætisráðherran er kona og það er í fyrsta skipti hér á landi.  Og það sem merilegast er:  Ríkisstjórnin er að hrista af sér allar hraksspár  og er að ná mjög góðum árangri. Er að standa sig mjög vel.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Baldur Kristjánsson

    og snautaðu út af heimasíðu minni og gerðu þarfir þínar einhvers staðar annars staðar.

  • „Það varð hrun, strákar … það varð hrun!“ – þetta eru einu mótrök síðuskrifara og býsna döpur eru þau.

    Það er enginn að mótmæla því að það hafi orðið hrun. Látum liggja milli hluta hver bar ábyrgðina – vissulega hrundi hérna allt. Hættum svo aðeins að tala um hrunið, heldur tölum um eftirköst þess. Hættum (bara augnablik) að tala um fortíðina en tölum aðeins um núið: síðuskrifari heldur því nefninlega fram að sitjandi ríkisstjórn hafi staðið sig afar vel eftir hrun, og þar stendur hnífurinn í kúnni, því þar er sjálfsagt yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hrópandi ósammála.

    Ástandið er eins og glæpamenn hafi kveikt í húsi og síðan hlaupist á brott. Slökkviliðið mætir á staðinn, býsna roggið og ánægt með sig og tilkynnir fréttamönnum að nú eigi aldeilis að taka til hendinni, slökkva bálið, byggja ennþá betra hús og koma böndum yfir brennuvargana.

    Síðan líða árin. Slökkviliðið gerir ekkert af viti nema hringsnúast um sjálft sig og rífast innbyrðis. Hluti slökkviliðsins tefur fyrir öllum aðgerðum; annar hluti vill fá slökkvilið frá öðrum löndum; flestir slökkviliðsmennirnir, sem eru orðnir nokkuð vil aldur og vinnulúnir, eru hinsvegar önnum kafnir við að tryggja sitt pláss og gæta þess því vel og vandlega að yngri og kröftugri slökkvuliðsmönnum sé haldið frá og komist hvergi að. Annað slagið tala svo yfirmenn slökkviliðsins hróðugir um hversu vel gangi að slökkva, en sannleikurinn er sá að bálið geisar sem aldrei fyrr: húsið er löngu hrunið, eldurinn er farinn að læsa sig í nærliggjandi hús og íbúar þeirra farnir að flytja á brott.

    Ef einhver viðrar þá skoðun að slökkviliðið sé ekki að standa sig neitt sérstaklega vel, þá líta yfirmenn þess hneykslaðir upp og segja: „Það var kveikt í! Vitið þið það ekki?“

    „Uuu, jú“, segir þá þjóðin, „en okkur finnst ganga mjög illa að slökkva. Sjáiði bara: eldurinn er að magnast ef eitthvað er, en samt eruð þið búin að væflast hérna um í þrjú ár? Á ekki að fara að taka til hendinni?“

    Þá benda slökkviliðsmenn fingrum ásakandi og segja: „Nú já … svo þú vilt fá brennuvargana aftur?“

    „Uuu, nei“, segir þá þjóðin, „bara einhvern annan en ykkur: einhvern sem getur slökkt bálið“.

    En ekkert gerist. Bálið geisar áfram og magnast sem aldrei fyrr; slökkviliðið gerir ekkert nema hrósa sér fyrir góðan árangur og lætur sem það sjái ekki að nú er öll húsalengjan farin að loga. Íbúarnir enda nánast allir búnir að forða sér.

    En endrum og eins bloggar einhver um hversu frábærlega slökkviliðið sé að standa sig. Þá líður slökkviliðinu vel.

    (Með fullri virðingu fyrir alvöru slökkviliðsmönnum, sem vinna frábært starf við erfiðar aðstæður.)

  • Frábær samlíking hjá Birgi en Baldur, í hverju flest hinn „mjög góði árangur“? Ég bý hérna og ég fæ ekki séð að það sé neitt að gerast annað en það að stjórnarflokkarnir rífast innbyrðis vegna „útundasérhlaupara“ hvors annars?

  • Baldur Kristjánsson

    Auðvitað er ástandið ekki ásættanlegt. En flestar hagtölur lofa góðu og fólk er farið að hagasér líkt og fyrir hrun. Gleymum því ekki að biðraðir voru líka fyrir hrun og ,,góðærisríkisstjórn“ framsóknar og Sjálfstæðis stóð í harðvítugum deilum við öryrkja. Erlendir spekingar eru og á einu máli um,góðan árangur ríkisstjórnar J & S.
    Áhyggjuefnið er auðvitað að við höfum lítið lært af hruninu og þá sérstaklega stjórnarandstaðan.

Höfundur