Davíð Þór Jónsson fór mikinn í aðdraganda forsetakosninga og rifjaði upp meiningu um að Guðni Ágússon hefði deilt félagsskírteini með hálfgerðri eða algerri nasistahreyfingu unir nafninu Norrænt mannkyn. Mikið skil ég vin minn Guðna vel að hann reiðist. Allir sem þekkja Guðna Ágústsson vita að hann er ekki með nokkrum hætti hallur undir nýjan né gamlan nasisma eða þjóðernissósíalisma. Guðni Ágústsson er í grunninn góður og vel gefinn sveitapiltur sem elskar land sitt og þjóð og og hefur í lifanda lífi orðið ein af táknmyndum Suðurlands, nútímaútgáfa af bergrisanum í Lómagnúpi. Eftir því sem ég best veit elskar hann alla Sunnlendinga jafnt af hvaða litarhætti sem þeir eru enda voru svartir menn í húskarlaliði Hallgerðar. Þó einhverjir formenn fyrirlitlegra samtaka hafi í den skráð Guðna í bók sína ber að taka fullt mark á neitun Guðna um að hann hafi skráð sig í slík samtök. Þess vegna er það ekki sæmandi að draga þetta upp í þeim tilgangi að smækka manninn. Og ekkert betra þó að í ásökuninni hafi bara verið rifjuð upp……þar liggja meinlegheitin drengir góðir.
Já mér hefur alltaf þótt Guðni áhugaverður og oft stór skemmtilegur. Þessi upplásna þjóðerniskennd er þó varhugaverð, því verið er að spila á lágar kvatir fólks, þetta hefur oft verið gert og þá yfirleitt í slæmum tilgangi og stundum hroðalegum. Guðni og forsetinn virðast eiga ágæta samleið í þessu þjóðernisofstæki, enda varð forsetinn frægur að ýmsum ummælum sínum um genetíska yfirburði Íslendinga á sviði viðskipta. Auðvitað er hægt að brosa að þessu, en þegar nánar er að gáð þá er þetta hættulegt.
Guðni er sjálfsagt, eins og flest fólk, góður inn við beinið. Það er bara ekki nóg þegar um er að ræða fólk í valdastöðum eða fólk sem hefur áhrif með yfirlýsingum sínum. Tilraunir Guðna til að klekkja á Davíð Þór með því að reyna að fá æðsta yfirmann Davíðs til að refsa honum, fyrir skoðanir hans, eru viðurstyggilegar. Fólk sem ítrekað gerir viðurstyggilega hluti verður viðurstyggilegt fólk. Guðni er sjálfsagt ekki kominn þangað enn, en það er varhugavert að afsaka framkomu af þessu tagi. Maður fyrirgefur þeim sem iðrast gjörða sinna, en það er óskynsamlegt að bera blak af þeim sem gera ljóta hluti, jafnvel þótt þeir séu ekki vont fólk. Guðni gerði sig sekan um svívirðilega framkomu og sú framkoma verður ekkert skárri þótt Guðni elski sauðkindina.
Mér hefur alltaf líkað vel við Guðna, hann er eflaust hinn besti maður eins og Brúnastaðaslektið allt saman. En ég er hjartanlega sammála bæði þeim jóni Einarssyni og Einari Steingrímssyni.
Hugtak eins og þjóðernisofstæki er auðvitað bein þýðing úr nasisma og ég verð að segja að þrátt fyrir stór orð DÞJ, er ég honum þakklát fyrir að bæði vilja og þora að opna umræðu um skyldur embættismanna að hafa sannleikann í hávegum, honum eigi ekki að hnika, svo ég tali nú ekki um að æðsti maður þjóðarinnar fari ekki með ósannindi. Davíð Þór er maður að meiri. Hann er ekki að hugsa um að koma sér í mjúkinn hjá einum eða neinum, hann leggur sjálfan sig að veði við að koma sannleikanum til skila.
Við þurfum fleiri slíka menn.
Það þarf ekki annað en að lesa fimmtudagas grein Guðna í Mogganum til að sjá hve rangt þetta er Baldur hjá þér. Allur andi og inntak þeirrar greinar Guðna Ágústssonar er í stíl við verstu öfga þjóðernishyggju heims og málflutning Anders Breivik um hina stórhættulegu jafnaðarmenn sem segir eins og Breivik að hafi það eitt að hugsjón að svíkja land sitt og koma því undir erlent vald.
Með framgöngu sinni undanfarið og þar á meðal í kosningasjónvarpi RÚV, greininni í Mogganum og svo með viðbrögðum við skrifum Davíðs Þórs styður Guðni það sjálfur að honum hafi fundist hann eiga harla vel heima í umræddum félagsskap Norrænt Mannkyn.
Guðni hikar ekki við að áska stóran hóp manna og mikinn fjölda fólks um landráð af verstu gerð án þess að færa fyrir því nein rök. Og hann segir jafnaðarmenn, fólk haldið Samfylkingarandanum, hafa það fyrir trúarbrögð að svíkja land sitt undir erlent vald — þ.e. hann beinlínis staðhæfir að fólkið sé haldið illvilja að átrúnaði sem aðeins átrúnaður geti skýrt það og þar með engin rök — og að hann þurfi engin rök.