Þriðjudagur 10.07.2012 - 09:38 - Lokað fyrir ummæli

Guðni í grunninn vel gefinn sveitapiltur….

Davíð Þór Jónsson fór mikinn í aðdraganda forsetakosninga og rifjaði upp meiningu um að Guðni Ágússon hefði deilt félagsskírteini með hálfgerðri eða algerri nasistahreyfingu unir nafninu Norrænt mannkyn.  Mikið skil ég vin minn Guðna vel að hann reiðist.  Allir sem þekkja Guðna Ágústsson vita að hann er ekki með nokkrum hætti hallur undir nýjan né gamlan nasisma eða þjóðernissósíalisma. Guðni Ágústsson er í grunninn góður og vel gefinn sveitapiltur sem elskar land sitt og þjóð og og hefur í lifanda lífi orðið ein  af táknmyndum Suðurlands, nútímaútgáfa af bergrisanum í Lómagnúpi. Eftir því sem ég best veit elskar hann alla Sunnlendinga jafnt af hvaða litarhætti sem þeir eru enda voru svartir menn í húskarlaliði Hallgerðar.  Þó einhverjir formenn fyrirlitlegra samtaka hafi í den skráð Guðna í bók sína ber að taka fullt mark á neitun Guðna um að hann hafi skráð sig í slík samtök.  Þess vegna er það ekki sæmandi að draga þetta upp í þeim tilgangi að smækka manninn.  Og ekkert betra þó að í ásökuninni hafi bara verið rifjuð upp……þar liggja meinlegheitin drengir góðir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Helgi Jóhann Hauksson

    Vel að merkja þá styð ég jafnaðarstefnuna og ESB aðild Íslands til að efla og stórauk vald og áhrif Íslendinga á líf sitt og framtíð og á umheiminn sem við lifum í.
    Guðni segir hinsvegar Moggagrein sinni, mig og alla aðra jafnaðarmenn (fólk haldið samfylkingarandanum) hinsvega gera það í trúarbrögðum (án skynsemi) þ.e. í átrúnaði á að gera illt og að svíkja þjóð mína og land undir erlent vald. Um það er hann opinberlega eingöngu sammála Anders Breivik hinum norska.

  • Steingrímur Viktorsson

    Norrænt mannkyn, var aðeins hugarfóstur eins manns úr Grímsnesinu og var hvorki fugl né fiskur. Erfitt á ég með að skilja allt það moldryk sem sumir þurfa að þyrla upp. Auðvita var Guðni í þessum samtökum sem og fleirri mektarmenn í Árnessýslu, en að þau hafi verið virk á einhvern hátt er ekki hægt að tala um. Aldrei var mér boðið að ganga í þau.

  • Helgi Jóhann Hauksson

    Grein Guðna er ekki aðgengileg á Mogganum en hér er sagt frá henni í DV:
    http://www.dv.is/frettir/2012/7/5/gudni-forsetinn-hefur-ordid-ad-sla-fingur-rikisstjornarinnar-hvad-eftir-annad/
    Allt í stíl málflutnings Anders Breivik og Norræns Mannkyns.

  • pétur þormar

    GUÐNI VAR SKRÁÐUR ÞARNA INN VEGNA MISKILNINGS ,,OG HANN SVARAÐI ÞESSU OG ÞETTA KOMST Á HREYNT LÍKLEGA FYRIR 10 ÁRUM OG ALLIR SÁTTIR——–MENN VERÐA AÐ ATHUGA ÞAÐ INNSKRÁNINGAR ÁN LEYFIS ERU MJÖG ALGENGAR Á ÁHRIFAMÖNNUM SAMFÉLAGSINS –OG VIÐLEITNI GUÐNA TIL AÐ KYNNA SÉR HIN ÓLÍKLEGUSTU MÁL MÁ EKKI MISNOTA ÞARNA SEM ANNARSTAÐAR ,,OG SANNLEIKURINN ER SÁ AÐ SANNLEIKURINN Á VISSU STIGI ER OFT VERRI EN LYGI..

Höfundur