Mánudagur 19.11.2012 - 14:56 - Lokað fyrir ummæli

Þorláksbúð!

(Framsaga á Kirkjuþingi um Þorláksbúðartillögu hina síðari).

Skálholt merkasti sögustaður á Íslandi að Þingvöllum undanskyldum.  Með Þorláksbúð er framúrskarandi og frábær, marglofuð staðarmynd eyðilögð.
Kirkjan, skólinn, flötin þar á milli hafa oft og víða verið lofuð sem 
ein fallegasta kirkjustaðarmynd á Norðurlöndum og þótt víða væri 
leitað. Staðarmynd, helgimynd, snilldarútfærsla að allra dómi. 

Flumbrugangurinn við undirbúning var með ólíkindum. Nægir að nefna 
það hér að ekkert samráð var haft við erfingja arkitekts kirkjunnar 
sem var Hörður Bjarnason húsameistari né Manfreð Vilhjálmsson og Þorvald Þorvaldsson  sem af 
snilld sinni teiknuðu skólann þannig að hann styrkti þá mynd sem 
dregin hafði verið upp. Allur formlegur ferill þessa máls er með 
hreinum ólíkindum.

Þorláksbúð er dýrt og óklárað fjárhagsdæmi. Það sáum við sem sátum í 
Allsherjarnefnd í fyrra.  Búðin er reist við hjartastað kirkjunnar af 
aðila (Þorláksbúðarfélagið) án nokkurra stjórnskipulegra tengsla við kirkjuna og kirkjan 
hefur ekkert að segja um þær skuldir sem safnð er á hana. (Ríkið hefur 
selt sig undir sömu sök með sínum fjárframlögum sem auðvitað bitna á 
öðrum framlögum til Skálholts sem er skuldum hlaðið).

Hér(á Kirkjuþingi) hefur því verið lýst yfir að staðurinn sem slíkur hafi ekkert með 
búðina að gera. Hún hafi ekki verið afhent kirkjunni og 
að……Skálholtstaður hafi ekkert bolmagn til þess að taka við 
búðinni, jafnvel þó hún yrði skuldlaus..til rekstrar og 
viðhalds…fyrir utan það að ekkert liggi fyrir um til hvers búðin 
sé…hvað eigi að nota hana ..til hvers hún sé?

Kannski Kirkjuráð taki við búðinni. Það færi vel á því efir sögulega 
aðkomu Kirkjuráðs að þessu máli að búðin yrði fundarstaður ráðsins.

Kirkjuráð hið fyrra og núverandi hefur nefnilega hagað sér í þessu máli 
með ábyrgðarlaum hætti…eins og enginn væri morgundagurinn.

Í fyrsta lagi með því að leyfa bygginguna.
Í öðru lagi að gefa grænt ljós aftur eftir að hafa samþykkt að stöðva 
framkvæmdir, samþykkt sem framkvæmdaaðili búðarinnar lýsti yfir að 
hann myndi virða að vettugi.
Í þriðja lagi að mótmæla hugmyndum um friðun….friðun…..á þessari 
mynd kirkjan, flötin, skólinn er sjálfsögð og eftirsóknarverð’ Friðun 
kemur t.d. í veg fyrir vanhugsaðar ákvarðanir.

Allt þetta mál er vafasamt og mun koma í bakið á kirkjunni.

Þess vegna legg ég til að Þorláksbúð verði tekin niður á kostnað 
kirkjunnar (í samráði við smið búðarinnar sem er Völundur mikill.)  Með því myndi kirkjan spara stórfé og aukin vandræði og horft 
verði til þess að reisa hana á ný þar sem hún myndi sóma sér vel í 
skjóli systur sinnar hinnar nýju Miðaldadómkirkju (sem ferðaþjónustuaðilar vilja reisa í samráði við kirkjuna).

Ég hef sannfærst um það eftir að hafa hlýtt á umræður um upphaflegu 
tllögu mína (þar sem gert er ráð fyrir að búðin sé sett upp aftur 
hinumegin við kirkjuna) að þetta sé ekki bara rétta leiðin (þ. e. að 
taka búðina niður og setja jana ekki upp strax) heldur eina færa leiðin ætli stjórnendur 
kirkjunnari biskupar, kirkjráð og kirkjuþing að komast frá málinu með 
fullum sóma.

Það verður aldrei friður um búðina þar sem hún nú er.

Biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson segir í grein á trú.is: (greinin er 
efnislega svar sem hann gaf Kirkjuþingi vegna fyrirspurnar minnar 
þegar búðin var ekki risin).

,,,Stjórn Skálholts sannfærði kirkjuráð um að uppbygging Þorláksbúðar 
nyti almenns stuðnings og að tilskilin leyfi lægju fyrir, og að 
fjármögnun verkefnisins væri tryggð. Á þeim grundvelli veitti 
kirkjuráð samþykki sitt.
Ég vissi t.d. ekki betur en handhafar höfundarréttar Skálholtskirkju 
hefðu gefið leyfi sitt.“

,,Þorláksbúðarfélagið hefur borið hitann og þungann af verkefninu. 
Kirkjuráð og biskup Íslands bera samt sem áður hina endanlegu ábyrgð á 
öllum framkvæmdum í Skálholti, og geta ekki vikist undan því. 
Kirkjuráð mun nú ræða þessi mál og bregðast við þeirri gagnrýni sem 
fram hefur komið.“

,,Skálholt skipar dýrmætan sess í vitund þjóðarinnar. Mikilvægt er að 
sátt og friður ríki um uppbyggingu staðarins og það starf sem þar fer 
fram. Ég vil þakka alla velvild og hlýhug í garð Skálholts sem m.a. 
kemur fram í málflutningi þeirra sem láta sér ekki á sama standa um 
ásýnd og virðingu staðarins.“

Þessi orð Karls biskups tek ég til mín

(Facebókarvinir mínir geta kommenterað þar).

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur