Mánudagur 02.09.2013 - 11:00 - Lokað fyrir ummæli

Smæð og alþjóðleg samvinnna!

Mig minnir að Jón Sigurðsson hafi kallað  Ísland fylgifisk í ágætri grein á  netinu nýlega og vissulega eru við fylgifiskur, notum ekki fullveldið til að vera þjóð meðal  þjóða, tökum við tilskipunum í stað þess að taka þátt í að semja þær.

Það hefur ýmislegt breyst frá því að helstu þáttakendur í deilum um alþjóðlega samvinnu voru ungir.  Samstarf þjóða hefur aukist, ógrynni af sáttmálum og alþjóðlegum reglum hefur litið dagsins ljós á öllum sviðum mannlegrar tilveru á matvælasviði, bankasviði, mannréttindasviði nefndu það svið sem ekki hefur alþjóðavæðst.

Það er eins og að tala í heypoka að henda reiður á þessu öllu. Á mannnréttinadssviði má nefna  viðauka nr. 12 við Mannréttindasáttmála Evrópu(sem getur ma.a komið í veg fyrir launamismun kynja). Endunýjaðan féagssáttmála Evrópu, sáttmála UNESCO gegn mismunun í menntun, sáttmála um  vernd farandverkamanna og fjölskyldur þeirra (ekki veitir af) og  innleiðingu viðauka við sáttmála um netöryggi (gæti huggað Ögmund).

Sumar þjóðir  hafa á takteinum afsökunina um smæð þegar þær eru spurðar um hvers vegna þær innleiði ekki þennan sáttmála eða hinn, þessa reglu eða hina. Vissulega afsökun. En á mörgumn sviðum  kemur alþjóðleg samvinna inn.  Með henni má ná ansi langt og það verða þjóðir að gera ætli þær að bjóða upp á mannsæmandi samfélög.

Það vakti athygli mína þegar talsmaður Færeyinga sagði að þegar deilum um síld og makríl væru yfirstaðnar  myndu Færeyingar  hefja samninga um aðgang að innri markaði ESB.  Þar talaði stjórnmálamaður.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur