Þriðjudagur 27.08.2013 - 15:02 - Lokað fyrir ummæli

Vinna barna eykst með verri lífskjörum!

Það má búast við því hér eins og annars staðar í Evrópu að vinna barna aukist með dýpkandi kreppu þegar fólk þarf virkilega á öllu sínu að halda til þess að hafa í sig á.  Og ekki batnar það.

Að sögn UNESCO vinna nú 29% af börnum í Georgíu á aldrinum 7 til 14 ára.  Í Albaníu er talan 19%.  Rússar álíta að um ein milljón barna sé vinnandi í þar í landi. Á Ítalíu 5,2%.  Hvaðanæfa berast nú tölur um aukna vinnu barna mest frá ríkjum suðaustur Evrópu en einng  frá Englandi Kýpur og Grikklandi.

Við höfum ekki haft miklar áhyggjur af þessu hér á  Íslandi.  Við vitum þó að mjög hefur dregið úr vinnu barna hér síðustu árin og ártatugi.  Þó að margir meðal vor hafi stundum bölvað Evrópusambandinu fyrir það þá sjá flestir að sú þróun er harla góð og í samræmi við það sem er að gerast annars staðar.

Við eigum að vera vakandi fyrir þessu.  Víðast hvar er öfug fylgni milli árangurs barna í skóla og vinnu þeirra.  Við megum ekki við því en hljótum að teljast á hættsvæði  vegna þess að atvinnulíf okkkar bíður upp á slíka misnotkun á börnum.

(tölur frá Evrópuráðinu)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • kristinn geir st. briem

    hve mikil skildi hún vera á íslandi skildi hún ekki vera nokkur

Höfundur