Mánudagur 26.08.2013 - 11:13 - Lokað fyrir ummæli

Róma og síðari heimstyrjöldin!

Minnst á Róma fólkið og síðari heimstyrjöldina þá voru Róma (sígaunar) ofsóttir þar og drepnir og ofsóttir.  Talið er að  að milli 250 og 500 þúsund Roma hafi verið  útrýmt  á tímum seinni heimstyrjaldar af völdum Nazista og bandamanna þeirra.  Allan þann tíma sem liðinn er hefur þeim gengið illa að fá þetta viðurkennt. Fá samúð og hluttekningu og viðurkenningu.  Þannig er ekki nóg með það að Roma séu ofsóttir í Evrópu nú heldur hefur þeim gengið illa að fá sögu sína viðurkennda, má þar nefna minnismerki, aðild að minnismerkjum, námsefni í skólum o.s.frv.  Hér á landi er eitthvað kennt um gyðingamorðin í síðari heimstyrjöldinni en varla mikið umfram það.  Fer þó að verða kominn tími til að kenna vel um þetta tímabil áður en afneitunarhópar fara að skjóta rótum meðlal ungs fólks sem er óralangt frá þessum atburðum.

Gleymum því ekki að nazistar ofsóttu ekki aðeins gyðinga heldur alla þá sem stóðu höllum fæti, minnihluahópa þ.m.t. fatlaða.  Árangur Göbbels, Hitlers og félaga átti sér rætur í langvarnadi fordómum í garð þessara hópa. Fordómar í Evrópu fara nú vaxansdi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Heiftin og múslimadekrið í fjölmenningarsinnum sem telur sig besta fólk í heimi á eftir að sópa fylgi til öfgamanna á hægri væng.

    Óttinn við kommúnisma, sem alls ekki var ástæðulaus, var besti vinur Hitlers en ekki gyðingahatur, hvað þá fordómar gegn fötluðum.

    Óttinn við síaukin áhrif íslams, sem er alls ekki ástæðulaus, mun þjappa púðrinu í öfgahægrið. Fordómar, allavega á vesturlöndum eru í sögulegu lágmarki.

    Þeir helstu og alvarlegustu eru útbreiddir fordóma „góða“ fólksins varðandi íslam. Þ.e.a.s. að íslam séu trúarbrögð friðar sem geti þrifist í spekt innan um þá sem ekki aðhyllast þau.

  • „Fordómar í Evrópu fara nú vaxan[]di“
    Hvað hefur þú fyrir þér með því? Ég er ekki endilega að véfengja slíkt, en fjölmiðlaumfjöllun ein er ekki mælikvarði á raunverulegt umfang, heldur e.t.v. tízkufyrirbrigði þess sem fjölmiðlar kjósa að fjalla um.

    Fyrir 20 árum hefðu fáir misst svefn þó svo að einhver hefði sagt að bezt væri nú að hommar kysstust og hommuðust heima hjá sér frekar en á götum. Nú eru slík orð fréttamatur, einmitt vegna þess að slíkir fordómar eru orðnir sjaldgæfari (og pólitískur réttrúnaður ríður líka húsum).

Höfundur