Sunnudagur 25.08.2013 - 11:51 - Lokað fyrir ummæli

Stalín í Þjóðarbókhlöðunni!

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur verið manna duglegastur við að vekja athygli á tengslum Íslands við heimskommúnismannn á síðustu öld. Og vissulega er þar nokkur saga þegar haft er í huga annarsvegar tengslin og fjárhagsstuðningur við íslensk samtök og einstaklinga og hins vegar odbeldisverk og þjóðarmorð Stalíns og félaga  þeirra sem hann hafði ekki þegar drepið. Í Þjóðarbókhlöðunni haustdag fluttu tveir ágætir fræðimenn fyrirlestra um ömulega reynslu  ríkja sinna annarsvegar doktor Mart Nutt frá Eistlandi, hins vegar doktor frá Póllandi. Einkum og sérílagi gerðu þeir grein fyrir hernaðarstefnu Sovétríkjanna í síðari heimstyrjöldinni og samskiptum Stalíns við þriðja ríki Hitlers.  Það er ófögur saga og best lýst með því að Stalín lék tveimur skjöldum og hafði að stefnu sinni ekkert síður en Hitler yfirráð yfir þessum ríkjum og lét sig mannslíf engu varða  og var þar enginn eftirbátur þýska glæpamannsins.

Það er  auðvitað að æra óstöðugan að fjalla um Ísland og heimskommúnismann en sem betur fer var Ísland aldrei partur af þeim andskota og umsvif Sovétríkjanna minni hér á landi minni en í flestum nágannaríkjum.  Nær væri að Hannes hefði fæðst í Balkanlöndunum eða í austur Evrópu. Þar væri hann þjóðhetja og hefði meira en nóg að gera.  En það verður ekki á allt kosið og reyndar full þörf að halda lifandi voðverkum Hitlers og  Stalíns  í seinni heimstyrjöldinni og erfingjum þess   síðarnefnda  allt til 1990, bæði á  Íslandi og heiminum öllum. Þarna megum við Íslendingar ekki sofna á verðinum og Hannes á allt gott skilið fyrir sitt framlag.  Við eigum að fræða nýjar kynslóðir um gyðingamorð Hitlers og meðferð hans á Roma fólki og öðrum minnihlutahópum, morðæði Stalíns og meðferð hans, og Sovétríkjanna, á því fólki sem hann lagði undir hramm sinn.

Og ekki má gleyma því að í Þjóðarbókhlöðunni hangir nú uppi ljósmyndasýning um tengsl Íslendinga við Sovétríkin á síðustu öld.  Vissulega fróðleg sýning þar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Haukur Kristinsson

    Sá sem réttlætir morð Augusto Pinochet’s á mörg þúsund manns ætti að hafa vita á því að þegja.

    Jafnvel um voðaverk Stalíns og Hitlers. Látum aðra fjalla um þá glæpi, hræsnin á ekkert erindi í slíkar umræðu.

    Eitt morð er ekki minni glæpur en milljón morð. Þetta er ekki nein stærðfræði.

  • Sókrates

    Hræsnin mun síst mér sóma.

    Þess vegna reyni ég að horfast í augu við hana og heppnast það stundum.

    Að því leyti er ég betur settur en sá sem reynir að horfa framhjá henni og heppnast það alltaf.

  • Jóhann Grétar

    Virðingavert hjá Hannesi að standa að þessu. Alveg sammála honum að þessu má aldrei gleyma.

    Hannes mætti líka kynna okkur fyrir Franco, Pinochet, Mussolini og Salazar.

Höfundur