Mánudagur 20.01.2014 - 15:18 - Lokað fyrir ummæli

Böndin berast að kynslóð..

Á meginlandi Evrópu tekur það fram guðlasti að samlíkja samtímamálum við nasisma eða nasista. það varðar einnig við lög víða  á meginlandinu.  t.d. í Austurríki og Þýskalandi. Danir t.d. hafa frjálslyndari löggjöf. Þar dytti þó engri opinberri persónu  í hug þvílíkar athugasemdir og við höfum upplifað.   En hvað er til ráða nú á nýrri öld þegar fólk fætt eftir eftir 1980 áratugum eftir að helförinni lauk er komið í ábyrgðastöður. Ég spyr hvað er kennt um helförina í íslenskum skólum?  Í mörgum Evrópuríkjum er sérstakt kennsluefni tileinakað helförinni.  Ég hef séð slíkt efni frá  Svíþjóð,  Holllandi og Þýskalandi ef ég man rétt.  Er álíka kennt hér. Eða er aðeins vikið að helförinni almennum orðum.  það þýðir ekki að eltast við einn einn strák þó að samlíking hans afhjúpi ýmislegt. Böndin hljóta að berast að kynslóð, skólum og etv. að vinnureglum sjónvarps.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Haukur Kristinsson

    Eimitt Baldur. Ég er með annan fótinn erlendis og horfa þá allmikið á þýskar sjónvarpsstöðvar. Það er athyglisvert að það líður varla sú vika, að ekki séu sendir þættir um nasismann og helförina. Þjóðverjar reyna ekki að fela né falsa þetta tímabil hryllings og niðurlægingar.
    Nú veit ég ekki hvort t.d. RÚV sýni þessu thema mikinn áhuga eða skólar landsins. En það er ekki nóg að unga kynslóðin fræðist um Helförina eingöngu með því að horfa á „movies“, eins og t.d. The Pianist eða Schindlers List. Þótt myndirnar séu vel gerðar er ramminn oftast rangur, of mikið Sentimentalität, of mikið af hrífandi tónlist.
    Ummæli kjánans eru neðan við allar hellur og ekki aðeins honum til skammar, en einnig íslensku þjóðinni. Ég held að margir Íslendingar geri sér enga grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er. Eða eins og þú segir, þetta tekur fram guðlasti.

    Youtube Shoah fyrir neðan.

  • Dæmalaus ummæli Björns Braga umsjónamanns EM stofu um Austurríkismenn hafa dregið dilk á eftir sér. Viðbrögð íþróttadeildar RUV veikburða og lýsa engu nema aumingjaskap. Afsökunarbeiðni látin duga og síðan heldur Björn bara áfram eins og um smámál hafi verið að ræða.
    En eftirköstin segja allt aðra sögu. Forysta HSÍ þurfti nánast á hnjánum að bera fram afsakanir frammi fyrir Austurríkismönnum og Alþjóðasambandinu og biðjast fyrirgefningar á ummælunum.
    Íslensku landsliðsmennirnir eru ævareiðir og einn þeirra krafðist þess að Björn yrði rekinn úr settinu. Ekki að undra. Flestir hafa þeir leikið við góðan orðstír í Þýskalandi og Austurríki og notið þar velvildar og virðingar. Hætt er við að það taki langan tíma að bæta fyrir afglöp umsjónarmanns EM stofu.
    „Við erum í því að svara blaðamönnum um þessi smánarlegu ummæli“, sagði einn landsliðsmaður okkar og bætti við: „Það truflar óhjákvæmilega og hefur áhrif á einbeitingu okkar.
    Og það má öllum vera ljóst, að staða Patreks Jóhannessonar, landsliðsþjálfara Austurríkis veikist vegna þessara ummæla. Þó sök hans sé engin og hann hafi staðið sig með prýði svíður undan orðum landa hans og Austurríkismenn gleyma ekki stóryrðunum í bráð.
    Allt ber því að sama brunni. Skaðinn er það mikill, að Björn Bragi verður að víkja úr settinu. Fyrst íþróttadeildin hefur ekki manndóm í sér til þess að setja hann til hliðar á hann sjálfur að taka af skarið. Með því sýnir hann handknattleiksíþróttinni og vinum okkar í Evrópu að hann iðrist sárlega orða sinna. Aum og innantóm afsökunarbeiðni er yfirklór sem enginn tekur mark á nema yfirmenn hans hjá RUV.

  • Ólafur Valgeirsson

    Satt er það og rétt að slík ummæli valda usla og hefðu betur verið ósögð; betur heilt en vel gróið var sagt í minni sveit. Það sem olli mér einna mestri furðu í þessu sambandi var sú vítæka vanþekking sem þau birtu. Innlimun Austurríkis í Þriðja ríkið átti sér stað án vopnaðra átaka þó vissulega væri beitt pólitísku ofbeldi gagnvart löglega kjörnum stjórnvöldum í aðdraganda hennar. Í þriggja binda snilldar verki Richard J. Evans, The Coming of the Third Reich, The Third Reich in Power og The Third Reich at War, gerir hann grein fyrir bakgrunni, tilurð, risi og falli þriðja ríkisins. Evans er einn helsti núlifandi sérfræðingur í Þýskalandi nasismans. Sá sem hefur lesið þetta grundvallarrit gerir sig ekki sekan um annað eins bull og piltbarnið lét út úr sér auk þess að lesandinn öðlast innsýn í hvernig gerræðisöfl vinna á öllum tímum og vaknar til vitundar um mikilvægi þess að standa vörð um lýðræði og mannréttindi. Af mjóum þvengjum læra hundarnir að stela.

Höfundur