Miðvikudagur 29.01.2014 - 13:58 - Lokað fyrir ummæli

Mannréttindi hælisleitenda

Íslensk löggjöf og íslenskir verkhættir varðandi hælisleitendur standast enga skoðun.   Nægir að nefna þann séríslenska hátt að fangelsa hælileitendur komi þeir á hingað til lands á fölsuðum passa.  Það eru ekki bara Sameinuðu þjóðirnar sem hafa gagnrýnt okkur fyrir það. Hið sama hefir ECRI, sá aðili innnan Evrópu, sem við höfum valið til þess að skikka okkur til í þessum efnum einnig gert. Samt berjum við hausnum við steininn.  Nefna má langan biðtíma og skort á óháðum úrskurðaraðila. Hælisleitendur eiga að njóta mannréttinda til jafns við aðra. Það þýðir að lög landsins t.d. um persónuvernd eiga að ná jafnt yfir þá og aðra og það á að tryggja þeim sanngjarna og réttláta málsmeðferð. Sé einhvers konar útlendingafóbía til staðar í íslenska stjórnkerfinu ber að uppræta hana. Vísað er Í Norðmenn með 48  stunda reglu sem styttir biðtíma margra hælislitanda. Norðmenn taka þetta upp eftir Hollendingum og þessi regla er vel þekkt  og með henni má taka út augljósustu dæmin jákvæð og neikvæð. Hætt er við að þessi evrópska regla hér myndi eingöngu fjölga neiunum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Haukur Kristinsson

    Mannréttindi hælisleitenda?

    Málið snýst ekki lengur um réttindi Toni Omos. Hann er kominn til Tessin og ég er sannfærður um það að Svisslendingar sýni honum meiri mannúð og réttlæti.

    Málið á klakanum snýst orðið um „mannréttindi“ Hönnu Birnu að segja ósatt (ljúga), draga samstarfsfólk sitt niður í svaðið og sýna Alþingi hroka.

    Glæsilegt. Mikið má Íhaldið vera stolt af varamanni FLokksins.

Höfundur