Fimmtudagur 06.02.2014 - 16:58 - Lokað fyrir ummæli

Hvað er pólitík?

Nú veltur upp úr mönnum: Það á ekki að blanda saman pólitík og íþróttum og átt er við að það trufli ekkert þó að Rússar ofsæki samkynhneigða, vilji a.mk. ekki sjá þá. Er þetta pólitík? Er það pólitík að vilja útiloka stóra hópa fólks? Eru mannréttindi bara pólitík? eitthvað sem má versla með eða horfa framhjá?  Ég hefði haldið að mannréttindi væri sá  grunnur sem við stöndum á þegar við heyjum okkar pólitík.  Eða hvað myndum við segja ef Rússar hefðu bannað konur? Væri það líka bara pólitík? Gagnkynhneigða karla?  Væri það bara pólitík sem mætti horfa fram hjá? Eru mannréttindi pólitík? Viljum við hafa þetta þannig?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Óskar Guðmundsson

    Er ekki „pólitík“ umleitun eftir bót og betrun sem ekki kemur að sjálfum sér og þarf að nást með málamiðlunum og/eða samningum?

Höfundur