Föstudagur 07.02.2014 - 14:34 - Lokað fyrir ummæli

Svindlað á Pólverjum

Samkvæmt rannsókn Mirru – miðstöðvar í innflytendarannsóknum í Reykjavíkurakademíunni – voru Pólverjar í Reykjavík aðeins með 57% af meðallaunum Íslendinga árið 2010. Þessu er ver farið hér en í samanburðarlöndum.  þetta eigum við að vita. Erlendir menn eru iðulega á lægstu tökstum á meðan heimavanir vita að lægstu taxtar eiga að vera til skrauts.  Bót í máli er að aðkomnir eru í verkalýðsfélögum hér og vel meðvitaðir um rétt sinn.  Ég hef líka grun um að starfsmenn verkalýðsfélaga hér á landi séu vel meðvitaðir um tilveru og vanda erlendra starfsmanna og greiði úr vanda þeirra eftir bestu getu.

En erlendir menn eiga alls staðar við vanda að etja. Þeir fá ekki sama kaup og innfæddir og þeir eiga erfitt með að fá menntun sína viðurkennda. Ofan í kaupið verða þeir oftar atvinnnulausir en innfæddir.

Sökum fámennis  getum við tekið vel á þessum málum og gerum að sumu leiti. En betur má ef duga skal. Innflytjendur auðga íslenskt samfélag sem og önnur  og sama hvernig á er litið:  þeir eiga að njóta sömu réttinda og innfæddir.  Þar eigum við að vera vel á verði og rannsók Mirru er þess vegna þörf áminning.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Verkalýðsfélögin verða að taka á þessu máli af festu og setja það í forgang. Það gengur ekki að fluttur sé inn erlendur vinnukraftur til að undirbjóða innlent vinnuafl. Sé þetta ekki stöðvað leiðir það til enn meiri misskiptingar í íslensku samfélagi.

  • Haukur Kristinsson

    Oft tala innbyggjarar um útlendinga sem koma til landsins til að ráða sig í vinnu sem „innfluttan“ vinnukraft, innflutt hestöfl.
    Ekki minnist ég þess að það hafi verið litið á mig sem „innfluttan“ vinnukraft í Sviss.

    Reynið að sýna ögn meiri manndóm og reisn!

Höfundur