Miðvikudagur 05.03.2014 - 13:36 - Lokað fyrir ummæli

Hlutskipti óreglulegra innflytjenda

Undanfarið hef ég skroppið nokkrum sinnum til Frakklands, bæði til Parísar og Strassborgar og er útafyrir sig ekki í frásögur færandi. Flugsamgöngur eru mjög góðar eins og flestir þekkja. Auk aðalastarfi í ECRI er ég í tveimur undirnefndum, annarri um hlutskipti þeirra sem ferðast á milli landa án þess að njóta fullgildra réttinda á nýjum stað eða eru beinlínis án skilríkja  (Irregular migrants. Mikil áhersla er á að kalla þá sem eru í þessari stöðu óreglulega innflytjendur ekki ólöglega, fólk er ekki ólöglegt).  Allmargir alþjóðlegir sáttmálar eru um stöðu þessa fólks þar sem meginatriðið er að þessar manneskjur njóti mannréttinda á borð við aðra en þurfi ekki að hlíta því að vera meðhöndlaðar sen annars flokks manneskjur, hvað sem það nú er. Af einhverri ástæðu hafa Evrópuríki þ.m.t. Ísland verið treg við að fullgilda þessa sáttmála. En ástæðan fyrir þessu skrifi er sú að við í nefndinni (á vegum Evrópuráðsins) höfðum ákveðið að safna alvörusögum um hlutskipi þeirra sem dvelja óreglulega í landi hvort sem það er vegna vinnu, fjölskyldu eða einhvers annars.  Skiptir þá einu hvort að svínað er á fólki í atvinnnukjörum. Því gert erfitt um vik um aðgang að heilsugæslu eða menntun barnanna, það  fangelsað vegna skilríkjaleysis, flutt úr landi án fyrirvara, jafnvel í skjóli nætur, án málskotsréttar til hlutlauss aðila, tillitsleysi gagnvart  fjölskyldum og vinum  o.s.frv.  Á þessum sviðum er því miður enginn skortur á sönnum sögum hér á landi og víða annarars staðar. Í Belgíu varð nýlega fjölmiðlasprenging þegar amma var fjarlægð í skjóli nætur frá ættboganum og allir þekkja þessar sögur sem hafa fellt ráðherra og hvaðeina en fer því miður ekki fækkandi.

ECRI vinnur fyrst og síðast eftir því að ekki sé um misrétti að ræða vegna kynþáttahyggju, skorts á umburðarlyndi, múislimafóbíu, gyðingaandúðar o.s.frv.. Hlutskipti óreglulegra innflytjenda falla því vel að hlutverki nefndarinnar.  Álitsgerðir ECRI eru  gefnar út sjálfstætt en ganga jafnframt til ráðherraráðsins sem gerir þær að sínum. Undirritaður hefur starfað í nefndinni síðan 1997 og gegnt m.a. varaformennsku og formennsku í undirnefndum. Þeir sem vilja svara erindi mínu geta gert það í athugasemdarkerfi eða með því að senda mé línu á bk@baldur.is

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Það er virðingarvert að nefna hlutina réttu nafni, jafnvel þó það sé gert undir barnalegum forsendum pólitískrar rétthugsunar.

    Ólöglegir innflytjendur er mjög lélegt hugtak, en kallar ekki á að tungumálið sé að vettugi virt til að friða kjánalega taugaveiklun einstakra manna.

    Fólk er ekki ólöglegt, það er rétt. Innflytjandi getur þar með ekki verið ólöglegur. Hann getur verið brotlegur við lög. Fólk getur gerst brotlegt við lög – verið þannig lögbrjótur. Samt er lögbrjótur manneskja.

    Þannig getur fólk verið ýmislegt, það getur verið lögbrjótur, það getur verið ólögmætt, það getur verið óvelkomið – en já það getur ekki verið ólöglegt. Það getur heldur ekki verið óreglulegt.

    Ég frábið mér slíkri misþyrmingu á tungumálinu.

    Enginn maður er óreglulegur. Þríhyrningar geta verið óreglulegir. Ekki fólk.

  • var ekki að fiska eftir svona áliti. Fyrirgefðu.

Höfundur