Mánudagur 10.03.2014 - 11:47 - Lokað fyrir ummæli

Kólumbíska konan og barnið..

Kólumbíska konan sem á ömmubörn hér á landi og sjö ára barnabarn hennar þurfa vonandi ekki að fara úr landi þrátt fyrir úrskurð Útlendingastofnunar þar um. Þær eiga eftir að skjóta máli sínu til Innanríksráðherra og síðan geta þær langmæðgur skotið máli sínu til óháðs dómstóls, eða á eftir að setja það í lög hér?

Undanfarið hefur þeirri skoðun vaxið mjög fylgi meðal þeirra sem um þessi mál véla að taka eigi

meira tillit til fólks þegar úrskurðir um veru eða fráveru eru kveðnir upp. Að taka eigi aukið  tillit til fjölskyldubanda. Það eru þau tengsl sem skipta mestu máli í lífi okkar. Sömuleiðis fjölgar þeim sem átta sig á því að rangt er að rífa börn úr umhverfi sínu, úr skóla, úr tungumáli, úr vinahópi.

Til þessa má taka tillits innan ramma núgildandi útlendingalaga.  Þess vegna á að snúa við úrskurði Útlendingastofnunar.

Svo á spyrja. Hvað liggur á að fækka Íslendingum?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur