Laugardagur 05.07.2014 - 11:43 - Lokað fyrir ummæli

No to racism

Rifjast upp fyrir mér þegar ég sé leiki að barátta FIFA gegn rasisma er til fyrirmyndar. Fyrirliðar lesa yfirlýsingu og borði með áletruninni ,,No to racism“eru sjáanlegur fyrir leik og meðan á leik stendur og víða annarsstaðar.

Þetta er sagði einn þulur er 30 ára gömul herferð. Má vera en hún fékk nýtt líf fyrir átta árum eða svo.  Þá áttum við í ECRI – european commission against rasism and intolerance- fundi með forystumönnum knattspyrnu heimsins m.a. Platini um þessa herferð sem nú er.  Þar var núverandi herferð lögð upp. Og í því sambandi: Að baki þessari herferð liggur mikil vinna, miklar pælingar og mörg skjöl.  Það var ekki anað af stað, óundirbúið. Íslendingnum hefur stundum fundist nóg um undirbúninginn en það er nú bara þannig að undirbúningur er gulls ígildi.

Og herferð gegn rasisma á rétt á sér nú sem aldrei fyrr.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur