Fimmtudagur 26.06.2014 - 13:05 - Lokað fyrir ummæli

Aukum fjölbreytni hér!

Íslenskir hafa tileinkað sér nokkuð bandaríska útgáfu af tjáningarfrelsi. Tjáningarfrelsi er í Bandaríkjunum (nær) skilyrðislaust. Styrkur hins bandaríska fjölmenningarsamfélags er sá að fólk misnotar ekki tjáningarfrelsið þ.e. þjösnast ekki á tilfinningum náungans um of  (hvað sem segja má um byssumenningu og einstök tilvik). Í Evrópu er Hatursorðræða yfirleitt refsiverð (hate specch er fyrst og fremst opinber ræða eða ritun sem felur í sér rasisma með þeim hætti að eykur líkur á að hópar manna eða einstaklingar innan þeirra verði fyrir aðkasti, tortryggni eða beinlínis ofbeldi vegna þátta sem þeim eru áskapaðir svo sem húðlitar, eða markast af genum svo sem kynhneigð, eða fæðingarstað svo sem þjóðerni, trú eða tungu). Víðast hvar liggja við háar fjársektir eða fangelsi við hatursræðu. Í sumum löndum Evrópu t.d. Þýskalandi eru flokkar eða félög sem hafa rasisma á stefnuskrá sinni bannaðir ( rasismi felur í sér að ætla að hópur manna ( vegna áskapaðra hluta eða umhverfis eða menningar eða trúar sé óæðri öðrum, rasismi felur gjarnan í sér alhæfingar gagnvart hópum, menningu eða trú). Í sumum löndum eru slík félög leyfð svo sem í Noregi og Danmörku. Í þeim löndum hafa aðsetur internetsetur sem dæla óhróðri um fólk suður á bóginn en hatursræður eða andúðarræður eru refsiverðar þar sem annarsstaðar í Evrópu ef líklegt er að þær leiði til tortryggni eða ofbeldi gegn hópum manna. Einnig í Belgíu og Hollandi og Grikklandi.

Ísland er enn fremur sterílt. Þeir sem fæddir eru annarsstaðar en hér koma flestir frá ESB löndum (pólverjar fjölmennastir). Við þurfum að opna landið betur fyrir fólki sem kemur sunnar af hnettinum og auka þannig fjölbreytni manna hér. Til lengri tíma litið gengur ekki annað en að fólk hér á landi verði svipað og fólk í nágrannalöndum þó ekki sé til annars en að íslendingar verði ekki eins og álfar út úr hól er þeir koma til útlanda og telji allt vont í útlandinu sem svolítið er farin að verða raunin hér.
Og ég mun fjalla um það síðar að auðvitað eigum við að opna landið betur af mannúðar og sanngirnisástæðum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (1)

  • Glæsilegt!

    Fjölmenningarfasisminn að komast á næsta stig.

    Nú þarf að banna aðrar skoðanir en ecri-klerksins.

Höfundur