Miðvikudagur 30.07.2014 - 00:19 - Lokað fyrir ummæli

Ráðleggingar Evrópuráðsins!

Það hefur lengi verið föst ráðlegging Evrópuráðsins í mynd ECRÍ að ráðleggja yfirvöldum að koma upp einum lagabálki þar sem mismunun hvers konar er bönnuð (án málefnalegra ástæðna). Í síðustu skýrslum um Ísland er þetta brýnt fyrir okkur.
Nú er mismunun hvers konar vegna þátta sem menn ráða ekki við bönnuð í ýmsum lagabálkum en íslensk stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við ráðleggingingunni að taka þetta saman og banna á skýran hátt alla mismunun.
Að auki er það föst ráðlegging til ríkja að innleiða viðauka nr. 12 við Mannréttindasáttmála Evrópu en sá viðauki bannar fortaklaust alla ómálefnalega mismunun milli íbúa ( málefnaleg mismunun gæti verið að geta ráðið konu í búningsherbergi kvenna). Hér á Íslandi myndi lögleiðing viðauka nr. 12 auðvelda mjög baráttu gegn launamisrétti kynja svo dæmi sé tekið. Innleiðing viðauka nr. 12 er sennilega of stór biti fyrir íslenskt samfélag þar sem hann leggur blátt vann við allri mismunun. Innleiðing hans auðveldar mög störf dómstôla þar með Mannréttindadómstóls Evrópu.
Það er löngu orðið tímabært að taka þessi mál ákveðnum tökum í samfélagi þar sem fordómar vaða uppi sem aldrei fyrr. Í löggjöf höfum við dregist afturúr einkum ungum þjóðum og ráðleggingar bíða í röðum. Það virðist bara vanta viljann eða getuna til þess að fara eftir þeim.
Kannski þjóðin sé of stórlát til þess að taka ráðleggingum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur