Laugardagur 16.08.2014 - 10:01 - Lokað fyrir ummæli

Rasistinn í mér!

Rétt áður en við stigum um borð í WoW airbusinn sagði Bergþóra dóttir mín að vinkona hennar hefði sagt sér að flugmennirnir væru frá Búlgaríu. Hræðsluhrollur fór um mig. Búlgarskir, kunna þeir að fljúga? Eru ekki eintóm vandræði í því landi? Ég sem hafði hangið à því hvað íslenskir flugmenn væru góðir. Lentu à síðustu dropunum 1956 eftir mótvind frá útlöndum, einn vitjaði hrossa sinna með því að fljúga lágt yfir tiltekna sveit, meistarar sviftivindanna eftir aðhafa flogið um þrönga firði, nefndu það meistarar á sínu sviði. Hún sá hvernig mér leið og róaði mig: Þær segja að þeir fylgi öllum reglum út í æsar, miklu betur en þeir íslensku. Og smàm saman bráði af mér. Auðvitað eru flugmenn frá Búlgaríu bara misgôðir eins og íslenskir flugmenn. Gæði flugmanna fara ekki eftir uppruna þeirra, heldur eftir því hvað þeir inna sitt starf vel af hendi, hvað þeir fylgja vel reglum etc.
Innan í mèr hafði vaxið hroki í garð Búlgara og braust fram à viðkvæmu augnabliki.
Rifjast upp annað atvik þegar rasismus gamli braust fram. Mikið hafði verið í fréttum að bandaríkjamaður sem væri músimi nota bene hefði reynt að sprengja skó sína og þar með flugvél í loft upp. Sest ekki hjá mèr kalífi í fullum herklæðum með vefjarhött og skegg í skikkju
og í myndarlegum skóm. Erinið til Íslands sjálfsagt verið það að kaupa hlutabréf í Kaupþingi fyrir sparifé mitt. Ég hætti að telja daga mína og taldi nú mínútur. Margbarðir í mig fordómar í garð múslima ultu fram. Ég sprengjuleitaði manninn með vökru augnaráði en eins og seinni daginn náði skynsemin fljótt yfirhöndinni. Múslimar eru eins og annað fólk misjafnlega gôðir og ekki meiri ástæða til þess að óttast þennan mann en jakkaklædda, vatnsgreidda unga manninn sem sat hium megin á ská. Og lífið of stutt til þess að líta á aðra sem ógn.
Þarna höfðu margendurteknar staðalmyndir náð yfirhöndinni á viðkvæmu augnabliki, eins og seinni daginn rakalausar með öllu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (3)

  • Já, ég skil þig.

    Þegar ég var í Boston 2007, þá var ég ansi hugsi yfir ansi mörgum mörgum körlum og konum sem ekki alveg pössuðu mér og vonaði að þau væru ekki í minni vél.

    Þegar ég hugsaði þetta, þá fattaði ég hversu öfugsnúið þetta var.

    Við getum hugsað margt, en við erum ekki endilega að opinbera það. 😉

  • Eirný Vals

    Ágæt skrif.
    Ég segi stundum að ég verði hissa þegar ég rekst á fordóma mína, suma tengda kynþáttum. Það getur verið skrítið að horfast í augu við þá.

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    Góð hugleiðing. Þakka þér.

Höfundur