Miðvikudagur 20.08.2014 - 16:31 - Lokað fyrir ummæli

Vandi Styrmis!

Vandi Styrmis Gunnarssonar er sá að hvers kyns einkavæðing á heilbrigðiskerfum bitnar verst á fátækum og þá ekki síst öldruðum gömlum. Í hinu ídeala frjálshyggjuríki borga hinir efnuðu fyrir það að verða teknir framfyrir hina og þess vegna er það í lagi út frá skammtíma eigin hag að vera efnaður og sérstaklega ef maður er gamall.
Nú hefur flokkur sá sem Styrmir hefur þjónað örugglega ekki slæman ásetning og örugglega ekki fólkið í honum ef hægt er að skilja þarna á milli. En flokkurinn er óumdeilanlega hægri flokkur og hefur leynt og ljóst talað fyrir litlu ríkisvaldi og einkarekstri á heilbrigðissviði. Af stefnu hans leiðir að minna fé fer í þennan málaflokk og því eru meiri líkur á því að forgangsraða þurfi gagnvart þeim sem ekki borga fyrir sig sjálfa þ.á. m. aldraða en á því hefur Styrmir vakið athygli í ágætu skrifi.

Nú er ekki víst að eitt þjóðfélag myndi funkera betur án hins ónefnda flokks. Einhverjir þurfa nefnilega að borga brúsann. En sjálfum leiðist mér samhengislaus pólitík og minni því á þetta.
Stjórnmál snúast nefnilega fyrst og síðast um almannafé. Annars vegar eru þeir sem vilja að fólk haldi því fé sem það afli, sjái að mestu um sig sjálft. Ríkisvald sé naumt og sjái helst bara um löggæslu, dómsvald, lágmarks menntun, grunnhelbrigðisþjónustu, lágmarksöryggisnet og lágmarkssamgöngur. Hins vegar eru þeir sem vilja fjársterkt ríkisvald sem tryggi öryggi fólks vel, mennti það og lækni frá vöggu til grafar, tryggi samgöngur etc.
Hinir fyrrnefndu sem kallast hægri menn eru því talsmenn lágra skatta og enginn hefur í mín eyru efast um að Sjálfstæðiflokkurinn sé þeim megin. Hinir eru talsmenn hærri skatta og á þeim kanti eru Vinstri- grænir samkvæmt mínum kokkabókum. Hinir eru svo þar á milli.

en hver er þá vandi Styrmis? Kannski sá að með stjórnmálaþáttöku sinni hefur hann óbeint stuðlað að því ástandi sem komið er upp að forgangsraðað sé móti öldruðum.

Flokkar: Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (1)

  • Haukur Hauksson

    Í Svíþjóð hafa allar heilsugæslur verið einkavæddar með góðum árangri.
    Það fá allar þegnar fría heilbrigðisþjónustu og íslenskir læknar vilja vinna þarna í stað þess að snúa heim í ríkisvætt íslenskt kerfi.

    Þessvegna er beinlínis rangt hjá þér þegar þú heldur fram án rökstuðnings að einkavæðing bitnar á fátækum.

    „Oddur Steinarsson, læknir í Svíþjóð, segist skilja þá sem hafa áhyggjur af því að fjármálaöfl nái undirtökum í hluta heilbrigðiskerfisins með innkomu einkareksturs í heilsugæslukerfið. Oddur er framkvæmdastjóri slíkrar heilsugæslustofu í Gautaborg og segir árangurinn af samkeppni í heilsugæslu í Svíþjóð hafi gefist mjög vel.“

    http://www.vb.is/frettir/96783/

Höfundur