Miðvikudagur 08.10.2014 - 15:46 - Lokað fyrir ummæli

Einokun í nútímanum

Í skjali les èg að einokunarverslun Danskra kaupmanna sem komið var á 1602 hafi þótt afskaplega hagkvæm fyrir bæði kaupmenn og neytendur. Menn hafa séð í hendi sér að mikið myndi sparast ef ekki fleirri en þyrftu sigldu hingað uppeftir og mikilvægt væri að vita hvar hver myndi versla svo að hægt væri að áætla magn af nákvæmni í stað þess að þvæla vörunni út og suður ef menn gætu bara verslað hvar sem væri.
Þetta voru rökin mestmegnis.
Almennt hefur fólk séð að þessi rök standast ekki. Einokun er alltaf vond fyrir kúnnann og leiðir til stöðnunar. Samkeppni er ekki eitthvað sem gott er að vera laus undan af hagkvæmnisástæðum. Samkeppni er besta hagkvæmnin fyrir nú utan frelsið, sem fylgir og er grundvallarþáttur, í mannlegri tilveru.
Allar þjóðir hafa þetta einhvern veginn svona, meira segja Bandaríkjamenn, segja þeir sem verja. Rétt er að flestir, hafa fyrirkomulag á samkeppni en samkeppni er það samt, samkeppni með regluverki og eftirliti. Aðeins vanþróuð ríki draga úr hlutverki eftirlitsstofnanna sem eiga að tryggja að enginn vinni samkeppnina með því að ná 95% markaðshlutdeild eða tryggja sér einokun.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur