Laugardagur 29.11.2014 - 22:45 - Lokað fyrir ummæli

Bann við mismunun!

Heyri í fréttum að ekki megi gera greinarmun á innlendum og erlendum mönnum vegna EES samnings.  Það skýri hvers vegna verði að selja innlendum náttúrupassa sem og erlendum ferðamönnum. Bann við að mismuna fólki hefur hins vegar ekkert með Noreg eða Lichtenstein að gera. Í öllum samningum og sáttmálum sem lúta að mannréttindum er blátt bann við því að mismuna fólki eftir uppruna, litarhætti, trú etc. Grunnurinn er mannréttindasáttmáli Evrópu og Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. Slíkt grundvallarbann hefur ekkert með samninga okkar við önnur ríki að gera. Þessu þarf að halda til haga. Tek það fram hins vegar að mér finnst náttúrupassi mjög vafasöm hugmynd og tel að hún muni aldrei ganga upp.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur