Miðvikudagur 23.11.2016 - 14:05 - Lokað fyrir ummæli

Að kynda undir hatur!

Nokkuð er rætt um í íslensku pressunni vaxandi fjölda flóttmanna og kemur í ljós að Íslendingar eru vanbúnir að taka á móti fyrirsjánlegri fjölgun enda verið mjög lágt skrifaðir á alþjóðavísu fyrir það hvað Þeir hafa tekið á móti fáum flóttamönnum gegnum árin.

Það er eins gott að þeir sem semja nú um stjórn geri sér grein fyrir því að straumur flóttamanna á eftir að aukast í fyrirsjánlegri framtíð og að mikill meirihluti Íslendinga vill að þjóðin taki vel á móti fólki í neyð. Ræður þar bæði ferðinni bæði meðfædd og áunnin manngæska svo og hitt að þjóðin eflist og styrkist með fjölbreytileikanum sem sífellt bankar upp á, hefur gott af fjölbreytninni og ekki er nema gott eitt um það að segja fjölgi okkur eitthvað.

Ekki sakar að eiga einhverja innistæðu fyrir manngæsku komi eitthvað fyrir á þessari viðkvæmu eyju sem við byggjum eða á hafinu í kring og við sjálf breytumst í flóttmenn.

Tilefni þessarar hugleiðingar er fréttabréf Evrópusambandsins Þar sem vakin er athygli á því hvað ofbeldisglæpum, jafnvel morðum og hvers konar árásum á grundvallarréttindi minnihlutahópa þ.m.t. flóttamanna og hælisleitenda hefur stóraukist á undanförnum mánuðum og misserum. Gaman væri að fá að vita hvort að sú sama væri raunin hér á landi en væntanlega er skráningu á slíku ábótavant eins og víðast hvar.

Hatur út í hælisleitendur á sér ekki síst stað hér á landi á samfélagsmiðlum. Ýmsir sem teljast meðal vina minna á facebook láta sér til dæmis sæma að dreifa lygum, rógi og illum alhæfingum um þessi olbogabörn heimsins. En eins og kunnugt er eru þúsundir slíkra síðna á netinu sem hafa þann tilgang að kynda undir hatur!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur