Færslur fyrir flokkinn ‘Húsnæðismál’

Þriðjudagur 06.09 2016 - 12:39

Hvað viltu borga þér í vexti?

Merkileg breyting er að verða á íslenskum húsnæðislánamarkaði þar sem sjóðfélagalán lífeyrissjóðanna til fasteignakaupa hafa aukist verulega. Þannig eru æ fleiri nánast að taka beint lán hjá sjálfum sér, í stað þess að fjármálafyrirtæki eða Íbúðalánasjóður fái lánað hjá lífeyrissjóðunum og við greiðum milliliðunum viðbótarálag á vexti lífeyrissjóðanna okkar.  Aukin útlán lífeyrissjóðanna til fasteignakaupa hafa líka […]

Fimmtudagur 18.08 2016 - 15:09

McKinsey: Meira framboð af lóðum

Oft tölum við um að húsnæðisskortur sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri.  Í lok árs 2014 birti McKinsey Global Institute skýrslu um húsnæðisvandann á heimsvísu.  Í skýrslunni  kemur fram að 330 milljónir heimila í heiminum hafi ekki aðgang að hagkvæmu húsnæði og þeim muni fjölga um 100 milljónir fram til 2025. Ein af lykiltillögum þeirra til að bregðast við vandanum og lækka kostnað […]

Miðvikudagur 20.07 2016 - 07:21

Sanngjarnan stuðning frekar en skuldir

Fyrir stuttu hafði fjölskyldufaðir með fjögur börn á framfæri samband við mig. Þau hjónin voru með 600 þús. kr. ráðstöfunartekjur á mánuði og bjuggu í hóflegu húsnæði. Hann hafði verið að fara yfir fjármál fjölskyldunnar og sá enga leið færa aðra en að endurfjármagna og lengja í húsnæðislánum fjölskyldunnar til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði þeirra. […]

Mánudagur 27.06 2016 - 14:14

Almennar íbúðir fyrir konur í neyð

Lög um almennar íbúðir voru samþykkt á vorþinginu.  Með lögunum er komið á nýju húsnæðiskerfi leiguíbúða fyrir þá einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á því að halda, þ.m.t. námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda. Í tengslum við kjarasamninga […]

Þriðjudagur 21.06 2016 - 11:35

Almennar íbúðir og heimilislaust fólk

Lög um almennar íbúðir voru samþykkt á vorþinginu.  Með lögunum er komið á nýju húsnæðiskerfi þar sem ríki og sveitarfélög munu veita allt að 30% stofnframlög til fjölgunar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært að […]

Þriðjudagur 17.05 2016 - 11:40

Kæru sveitarfélög, – lóðir óskast.

Að byggja sjálfur sitt eigið hús er draumur sem hefur orðið æ fjarlægari fyrir marga eftir því sem aðgengi að lóðum hefur minnkað og kröfur til húsnæðis hafa aukist. Ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar. Þessu vildi hollenski stjórnmálamaðurinn Adri Duivesteijn breyta. Kjarninn í hans hugmyndafræði var að íbúarnir sjálfir ættu að […]

Miðvikudagur 13.04 2016 - 14:11

Smáíbúðahverfið

Á fundi Tiny Homes á Íslandi um smáhýsi flutti Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Vistbyggðaráðsins áhugavert erindi. Hún lagði áherslu á að við gætum bæði lært af okkar eigin húsasögu og hvað aðrar þjóðir væru að gera til að takast á við húsnæðisvandann.  Rakti hún svo sögu Smáíbúðahverfisins sem fyrirmyndar íslenskt dæmi um smáhýsi og frumkvöðlakraft […]

Sunnudagur 03.04 2016 - 11:49

Húsnæðismál á heimsvísu

Í heimsókn minni til New York fyrir páska, á 60. kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna, átti ég mjög áhugaverðan fund með aðstoðarframkvæmdastjóra UN – Habitat.  Sú stofnun Sameinuðu þjóðanna vinnur að betra þéttbýli til framtíðar og undirbýr nú heimsráðstefnu um húsnæði og sjálfbæra þróun byggða, í samræmi við ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 66/2007, eða svokallað Habitat […]

Föstudagur 26.02 2016 - 08:53

Mínimalismi og byggingarreglugerð

Fyrir nokkru spurði ég hvort geymsla væri grunnþörf? Þörf okkar fyrir að geyma dót væri orðin svo mikil að hin aldagömlu viðmið um að geta sofið, eldað mat, farið á klósett og þvegið þvott í íbúðarhúsnæði okkar dugðu ekki lengur til heldur yrði ríkið að setja reglur um möguleika okkar til að geyma dót. Sérgeymsla ætti […]

Föstudagur 26.02 2016 - 08:28

Meira af Sigrúnarhúsum

Í síðasta pistli fjallaði ég um 25m2 hús sem heimilt verður að byggja án byggingarleyfis samkvæmt drögum að breytingum á byggingarreglugerðinni sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur kynnt.  Góðar ábendingar bárust við pistlinum, ekki hvað síst er varðaði stærð húsanna og lofthæð. Í drögunum er talað um að hámarkshæð þaks frá yfirborði jarðvegs má vera 3 […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur