Merkileg breyting er að verða á íslenskum húsnæðislánamarkaði þar sem sjóðfélagalán lífeyrissjóðanna til fasteignakaupa hafa aukist verulega. Þannig eru æ fleiri nánast að taka beint lán hjá sjálfum sér, í stað þess að fjármálafyrirtæki eða Íbúðalánasjóður fái lánað hjá lífeyrissjóðunum og við greiðum milliliðunum viðbótarálag á vexti lífeyrissjóðanna okkar. Aukin útlán lífeyrissjóðanna til fasteignakaupa hafa líka […]
Oft tölum við um að húsnæðisskortur sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri. Í lok árs 2014 birti McKinsey Global Institute skýrslu um húsnæðisvandann á heimsvísu. Í skýrslunni kemur fram að 330 milljónir heimila í heiminum hafi ekki aðgang að hagkvæmu húsnæði og þeim muni fjölga um 100 milljónir fram til 2025. Ein af lykiltillögum þeirra til að bregðast við vandanum og lækka kostnað […]
Fyrir stuttu hafði fjölskyldufaðir með fjögur börn á framfæri samband við mig. Þau hjónin voru með 600 þús. kr. ráðstöfunartekjur á mánuði og bjuggu í hóflegu húsnæði. Hann hafði verið að fara yfir fjármál fjölskyldunnar og sá enga leið færa aðra en að endurfjármagna og lengja í húsnæðislánum fjölskyldunnar til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði þeirra. […]
Lög um almennar íbúðir voru samþykkt á vorþinginu. Með lögunum er komið á nýju húsnæðiskerfi leiguíbúða fyrir þá einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á því að halda, þ.m.t. námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda. Í tengslum við kjarasamninga […]
Lög um almennar íbúðir voru samþykkt á vorþinginu. Með lögunum er komið á nýju húsnæðiskerfi þar sem ríki og sveitarfélög munu veita allt að 30% stofnframlög til fjölgunar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært að […]
Að byggja sjálfur sitt eigið hús er draumur sem hefur orðið æ fjarlægari fyrir marga eftir því sem aðgengi að lóðum hefur minnkað og kröfur til húsnæðis hafa aukist. Ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar. Þessu vildi hollenski stjórnmálamaðurinn Adri Duivesteijn breyta. Kjarninn í hans hugmyndafræði var að íbúarnir sjálfir ættu að […]
Á fundi Tiny Homes á Íslandi um smáhýsi flutti Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Vistbyggðaráðsins áhugavert erindi. Hún lagði áherslu á að við gætum bæði lært af okkar eigin húsasögu og hvað aðrar þjóðir væru að gera til að takast á við húsnæðisvandann. Rakti hún svo sögu Smáíbúðahverfisins sem fyrirmyndar íslenskt dæmi um smáhýsi og frumkvöðlakraft […]
Í heimsókn minni til New York fyrir páska, á 60. kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna, átti ég mjög áhugaverðan fund með aðstoðarframkvæmdastjóra UN – Habitat. Sú stofnun Sameinuðu þjóðanna vinnur að betra þéttbýli til framtíðar og undirbýr nú heimsráðstefnu um húsnæði og sjálfbæra þróun byggða, í samræmi við ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 66/2007, eða svokallað Habitat […]
Fyrir nokkru spurði ég hvort geymsla væri grunnþörf? Þörf okkar fyrir að geyma dót væri orðin svo mikil að hin aldagömlu viðmið um að geta sofið, eldað mat, farið á klósett og þvegið þvott í íbúðarhúsnæði okkar dugðu ekki lengur til heldur yrði ríkið að setja reglur um möguleika okkar til að geyma dót. Sérgeymsla ætti […]
Í síðasta pistli fjallaði ég um 25m2 hús sem heimilt verður að byggja án byggingarleyfis samkvæmt drögum að breytingum á byggingarreglugerðinni sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur kynnt. Góðar ábendingar bárust við pistlinum, ekki hvað síst er varðaði stærð húsanna og lofthæð. Í drögunum er talað um að hámarkshæð þaks frá yfirborði jarðvegs má vera 3 […]