Ýmsir mætir menn hafa upp á síðkastið kallað eftir sannleiksnefnd, þar á meðal Árni Páll Árnason, Benedikt Jóhannesson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Sannleiksnefndin eigi að skoða alla söguna frá 2000 til dagsins í dag. Ekki til að dæma menn til refsingar heldur til þess að þjóðin viti hvað gerðist í raun og veru. Ég þarfnast […]
Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, var í pallborði á fundi um verðtrygginguna. Þar ræddi hann hugmynd um að lífeyrissjóðir fjármagni eigin kaup sjóðsfélaga á húsnæði. Nú kynni einhver að spyrja, – er það ekki einmitt það sem þeir hafa gert í gegnum kaup á skuldabréfum Íbúðalánasjóðs og sjóðsfélagalánum? Ragnar sagði að hugmyndin hefði kviknað […]
Fyrir nokkru barst þingmönnum tölvupóstur þar sem ungur drengur grátbað um aðstoð vegna forræðisdeilu íslenskrar móður hans og danskrar stjúpföður um systkini hans. Forræðisdeila þeirra var hafin í október 2010 þegar móðir barnanna fór frá Danmörku og kom til Íslands með dætur þeirra þrjár, á aldrinum þriggja til sjö ára. Íslenskir dómstólar kváðu upp þann […]
Stjórnlagaráð hefur lagt til ákvæði um auðlindir í þjóðareign í stjórnarskrá. Það gerði þingflokkur Framsóknarmanna einnig undir forystu Guðna Ágústssonar á 135. og 136. löggjafarþingi. Það gerðu einnig forystumenn Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Frjálslynda flokksins á 136. löggjafarþingi fyrir kosningar 2009. Spurning dagsins er því: Hver er tillaga Stjórnlagaráðs, hver er tillaga Framsóknarmanna og […]
Það er tilfinningin sem bærist innra með mér i dag. Það kom fátt á óvart í gær í atkvæðagreiðslunni. Hjá fæstum þingmönnum, ef einhverjum, snérist atkvæðagreiðslan um Geir H. Haarde, heldur eitthvað allt annað. Hjá sumum snérist þetta um reiði þeirra gagnvart samherjum sínum og vonbrigði með lítið breytt vinnubrögð. Skort á réttlæti. Núverandi stjórnvöld […]
Á sínum tíma taldi ég að frekari rannsókn á fyrri einkavæðingu ríkisbankanna myndi ekki skila samfélaginu neinu. Næg gögn lægju fyrir um að einkavæðingarferlið hefði verið ámælisvert og ástæða til að lýsa yfir vanþóknun á ferlinu. Á grundvelli þeirra gagna varð það niðurstaða þingmannanefndarinnar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis væri áfellisdómur yfir ferlinu og vinnubrögðum þeirra […]
Pressan birti frétt um leit sýslumannsins í Keflavík að Daniel Lee Newby í tengslum við uppgjör á dánarbú móður hans. Hann er eini erfinginn sem hefur ekki gefið sig fram í tengslum við skiptin og því eigi hann milljónir á íslenskum bankareikningi í vörslu sýslumannsins. Ég vona að Daniel finnist og hann geti fengið arfinn […]
Snýst hin Bjarta framtíð Besta og Guðmundar um að styðja við kröfuhafa bankanna og tryggja þeim aðgang að ofurhagnaði bankanna? Guðmundur Steingrímsson, talsmaður Bjartrar framtíðar (nýja framboð hans og Besta), sagði á Sprengisandi um helgina að hann hefði rætt að styðja ríkisstjórnina í að lækka eigið fé bankanna = hefja útgreiðslu arðs úr nýju bönkunum. […]
Ég hef verið ein þeirra sem hafa haft efasemdir um forsendur útreikninga um að Vaðlaheiðargöngin gætu staðið undir sér. Því kom niðurstaða verkfræðingsins Pálma Kristinssonar um að framkvæmdin verði dýrari og rekstrarkostnaður ganganna meiri ekki á óvart. Niðurstaða hans er að ríkið þurfi hugsanlega að greiða milljarða kostnað vegna ganganna. Hann komst einnig að þeirri […]
Notkun íslenskra barna á tauga- og geðlyfjum hefur aukist gífurlega. Þetta segja svör velferðarráðherra um þróun útgjalda ríkisins vegna tauga- og geðlyfja. Á árunum 2003-2010 hækkaði hlutfall af heildarkostnaði Sjúkratrygginga Íslands hjá börnum á aldrinum 0-9 ára úr 2,5% í 3,6% og 10-14 ára úr 7,2% í 11,9%. Þeir lyfjaflokkar sem jukust mest á sama […]