Færslur fyrir maí, 2010

Mánudagur 31.05 2010 - 21:29

Expo 2010

    Fyrir réttum mánuði, þann 1. maí, var heimssýningin EXPO 2010 opnuð undir yfirskriftinni “Better Cities – Better Life”. “Betri borgir betra líf“. Þetta er stærsta heimssýningin frá upphafi og þekur meira en 500 hektara lands. Tæplega 200 lönd og meira en 50 alþjóðlegar stofnanir taka þátt í sýningunni. Gert er ráð fyrir að […]

Fimmtudagur 27.05 2010 - 13:48

101 TÆKIFÆRI

Veit fólk að 98,8% húsa á höfuðborgarsvæðinu eru innan við 100 ára gömul?  Að miðborgin og allt svæðið innan Hringbrautar er aðeins 5% af skipulagssvæði Reykjavíkur?  Að  ekki er nauðsynlegt að rífa hús þó starfsemin breytist?  Veit fólk að Listaháskólinn í Helsinki er í gamalli keramikverksmiðju?  Að Tate gallerí í London er í gamalli kolarafstöð […]

Þriðjudagur 25.05 2010 - 16:23

Mjólkurkýrin í stað blikkbeljunnar

Fyrir mörgum árum var fólk að velta fyrir sér hvað yrði um allar göturnar þegar einkabíllinn væri búinn að renna sitt skeið sem aðalsamgöngutæki borganna? Þegar ég heyrði um frumkvæði franskra bænda nú um hvítasunnu rifjaðist þetta upp fyrir mér. Í Reykjavík fer meira en þriðjungur landrýmisins undir stofnbrautir og húsagötur. Talað var um að […]

Þriðjudagur 18.05 2010 - 22:33

Reiðhjól

Ég tek eftir að nú í vor að algengara er að sjá fólk í borginni gegna erinda sinna á reiðhjóli en undanfarin ár. Reiðhjólið er að verða áberandi samgöngutæki. Í minni æsku voru reiðhjól leiktæki og ekki með gírum. Brekkurnar og vindurinn ollu miklum erfiðleikum.  Nú er þessu öðruvísi farið. Það eru 10-20 gírar á […]

Miðvikudagur 12.05 2010 - 19:41

Vísinda- og stúdentagarðar við HÍ

  Í sýningarsal Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur stendur nú yfir kynning á nýrri deiliskipulagstillögu við Sturlugötu nálægt Háskóla Íslands. Svæðið er vestan við Íslenska erfðagreiningu og sunnan Norræna hússins.  Tillagan er unnin af arkitektastofunni ASK í Reykjavík. Markmiðið er að beina ákveðnum þáttum tækni- og rannsóknarsamfélagsins ásamt súdentagörðum inn á svæðið og tengja það starfssemi Háskóla […]

Mánudagur 10.05 2010 - 18:34

LOS ANGELES

Vita menn að Los Angeles er í raun ekki borg,  heldur hérað sem samanstendur af tæplega 90 sveitarfélögum með 13 milljónum íbúa? Í LA er glæpatíðni hærri en víðast,  lítið um opin græn svæði og einkabíllinn er allsráðandi í samgöngumálum,  þó til sé ófullkomið og mjög ódýrt almenningssamgöngukerfi. Fargjaldið kostar sáralítið og fólk yfir sextugt […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn