Færslur fyrir febrúar, 2013

Mánudagur 25.02 2013 - 10:10

Louis I. Kahn og söngvar víðisins.

      Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt hefur sent síðunni fróðlega og skemmtilega grein um hinn merka arkitekt Louis I. Kahn. Fyrir dyrum stendur að opna merkilega sýningu á verkum hans í Vitra safninu og mun hún fara víða í framhaldinu. Gunnlaugur lauk námi í arkitektúr frá Universitat Fridericiana í Karlsrue í Þýskalandi árið 1971 0g hefur […]

Sunnudagur 24.02 2013 - 12:02

Húsnæðisvandi Landspítalans – Önnur nálgun

Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir blóðmeinafræði á Landspítala og prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild H.Í hefur sent eftirfarandi grein til birtingar á síðunni. Hér koma áhugaverð sjónarmið fram, sem varða uppbyggingu og skipulag á landspítalalóð.  Það hefur vakið athygli hversu lítið aðrir kostir um endurnýjun húsakosts Landspítalans hafa verið ræddir á opinberum vetvangi. Á þetta bæði við […]

Fimmtudagur 21.02 2013 - 22:19

Framúrskarandi deiliskipulag – Landsímareitur

Ég var á kynningu á skipulagi Landsímareits í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Páll Gunnlaugsson arkitekt frá ASK arkitektum kynnti verkið með þeim hætti að manni finnst það vera í afar öruggum höndum.  Hann gerði enga tilraun til að sneiða hjá þeim atriðum sem mest voru gagnrýnd um það bil sem samkeppni um svæðið fór fram. […]

Miðvikudagur 20.02 2013 - 16:31

Hrun í frjálsu falli

Í framhaldi af færslum í síðustu viku  um þéttingu og þéttleika byggðar bárust síðunni eftrfarandi athugasemdir frá Örnu Mathiesen arkitekt sem fjalla um rökleysur fyrir nýju Aðalskipulagi í Reykjavík?  Þetta er gagnrýnin texti sem tekur á mjög mikilvægum málum í skipulagsumræðunni. Myndefni og fyrirsögn eru frá Örnu komnar. Óskandi hefði verið að nýtt aðalskipulag tæki […]

Föstudagur 15.02 2013 - 03:16

Brú milli almennings og arkitektúrs

    Ég vil leyfa mér að vitna í ágætt, uppbyggjandi og lausnamiðað viðtal við þau Arnór Víkingsson og Ragnheiði Jónu Jónsdóttur sem reka sjálfseignarstofnunina Hannesarholt við Gundarstíg í Reykjavík.  Þau segjast hafa keypt húsið til þess að laga það og varðveita það sem menningarverðmæti og opna húsið almenningi. En þau vilja einnig nota húsið til þess að stuðla […]

Þriðjudagur 12.02 2013 - 16:26

Ofvaxið gatnakerfi – Þétting byggðar

  Gatnakerfið í Reykjavík austan Elliðaáa þekur 51% af landinu. Byggð svæði þekja aðeins 35% meðan restin sem eru opin svæði, þekja 14%. Þetta eru auðvitað tölur sem vart er hægt að trúa. En þær er að finna í drögum að skýrslu um landþörf samgangna sem unnin var undir forystu Haraldar Sigurðssonar og frábærs starfsfólks skipulags […]

Mánudagur 11.02 2013 - 01:04

Landnotkun-Þétting byggðar-Borgarbragur

  Því hefur verið haldið fram að til þess að geta skapað sæmilegan borgarbrag með þjónustustarfssemi þar sem bæjarlíf þrífst og almenningssamgöngur geti borið sig þurfi svona 40 íbúðir á hektara eða sem nemur 100 íbúum á ha. Þetta eru tölur sem hafa verið á sveimi frá því í byrjun áttunda áratugarins þegar umræðan um […]

Föstudagur 08.02 2013 - 01:10

Óskiljanlegt áhugaleysi fyrir arkitektúr

Þrátt fyrir að langmesti hluti af eignum og skuldum fólks sé bundin arkitektúr og skipulagi er málaflokkurinn nánast aldrei á dagskrá. Hann er sjaldan í umræðunni. Það er jafnvel eins og arkitektúr skipti ekki máli eða gleymist í önnum dagsins. Þrátt fyrir að flest fólk verji meira en 95% af tima sínum í eða við hús eða á milli húsa lætur […]

Miðvikudagur 06.02 2013 - 13:45

Andrée Putman-Trendmaker

Hönnuðurinn Andrée Putman (1924-2013) átti sér óvenjulega sögu. Hún vakti ekki athygli að marki fyrr en hún var fengin til þess að hanna Morgan Hótelið í New York árið 1984, þá 59 ára gömul.  Verkefnum fór fjölgandi og stofnaði hún stofuna sína  “Andrée Putman Studio” árið 1997 og rak til ársins 2010, þegar dóttir hennar […]

Mánudagur 04.02 2013 - 08:48

Hannesarholt – Grundarstígur 10

      Hannesarholt opnar formlega í lok vikunnar. Þar verður menningartengd starfsemi með veitingum og lístrænum uppákomum. Aðstandendur vilja með starfseminnni byggja „brú milli almennings og fræða“. Húsið að Grundarstíg 10, Hannesarholt, hefur gengið í gegnum gagngera endurnýjun vegna þessa og byggt hefur verið við það..  Þarna í nýuppgerðu húsinu verður sjálfseignarstofnunin Hannesarholt rekin. Markmið […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn