Það er ekki nema rétt rúm öld síðan einkabíllinn kom inn í borgirnar og fór að hafa áhrif á daglegt líf fólks. Hann breytti skipulaginu og breytti borgunum og fólk fór að haga sér öðruvísi. Skipulagfræðingar fóru að taka meira tillit til bílsins og hans þarfa en fólksins sem hann átti að þjóna. Fyrir […]
Rammaskipulag Skerjafjarðar hlaut á dögunum skipulagsverðlaun Skipulagsfræðingafélags Íslands 2018. Skipulagið er unnið af ASK arkitektum í samstarfi við Landslag fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. Þetta er framúrskarandi deiliskipulag sem tekur mið af nútímahugmyndum um skipulag að því er sagt er. Þarna er hugað að breyttum ferðavenjum, mengun, sóun, umferðatöfum og sjálfbærni auk þess að hugað […]
Vel heppnað í Reykjavík Það hefur ýmislegt verið vel gert í endurbyggingu, endurnýjun og nýbyggingu í eldri hverfum Reykjavíkur undanfarin örfá ár. Ég nefni til dæmis autanverðu Hafnarstræti sem myndin er af efst í færslunni. Þarna hefur húsaröðin norðan götunnar veri nánast öll endurnýjuð og byggð upp fyrir nýja starfssemi og með öllum nútíma kröfum […]
Ég var á Rótarýfundi í hádeginu í gær þar sem uppbygging við Austurhöfn var til umræðu. Það var H. Águst Jóhannesson formaður félags endurskoðenda sem hafði framsögu. Þar sem ég sat og hlýddi á ágætt erindi frummælandans fór ég að enn einu sinni að velta fyrir mér deiliskipulaginu þarna og hvað deiliskipulag skiptir miklu máli. […]
það hefur ýmislegt gerst í skipulagsmálum Kvosarinnar síðustu 60 árin. Aðalskipulagið 1962-84 var auðvitað slæmt þá og enn verra þegar við skoðum það núna. Skipulagið stefndi að því að gera borgina að einkabílaborg samkvæmt bandariskum hugmyndum. Öll hugsun að baki skipulagsins var strax úrelt. Þarna átti að koma hraðbraut í gegnum Grjótaþorpið og Geirsgata átti að vera […]
Fyrr í mánuðinum sat ég fund Íbúasamtaka Vesturbæjar um öryggi gangandi vegfarenda við Hringbraut í Reykjavík. Mættir voru á fundinn fulltrúar allra helstu stofnanna landsins sem með umferðamál fara ásamt miklum fjölda íbúa borgarhlutans. Þarna var líka nokkur hópur af Seltjarnarnesi en Hringbraut er þeim ekki óviðkomabdi. Sérfræðinganir voru frumælendur og þeir lýstu ástandinu með lykiltölum; […]
Götur eru flokkaðar á margvíslegan hátt eftir hlutverki þeirra í borgarskipulaginu. Allt frá hraðbrautum um safngötur til húsagatna. Svo eru til allskonar undirflokkar þar á milli. Það er talað um götur á borð við Laugaveg eins og hann er nú sem götu með „seitlandi“ umferð bíla þar sem bílarnir eiga réttinn á akbrautinni. Svo eru […]
Leifur Magnússon skrifaði fróðlega grein í Morgunblaðið í morgun þar sem hann minnir á að í ár eru liðin 100 ár frá því að flugvél hóf sig í fyrsta sinn til flugs á Íslandi. Það var danski flugmaðurinn Cecil Faber sem tók á loft úr Vatnsmýrinni í Reykjavík í flugvél sinni Avro 504. Flugið var […]
Maðurinn hefur aðeins tvö augu og verður fyrir miklum truflandi áhrifum frá umhverfinu meðan hann ekur bíl sínum. Hann þarf að vera einbeittur við aksturinn. Ekki einu sinni tala í síma eða fikta í útvarpinu. Sjálfkeyrandi bíllinn hefur 9-16 augu sem sjá og kortleggur allt umhverfið í mörg hundruð metra fjarlægð og skynjar allar hreyfingar úr […]
Í fréttum RUV í kvöld kom fram einkennnilegt viðhorf heilbrigðisráðherra til byggingamála svona almennt. Hún hélt því nánast fram að ekki væri hægt að byggja hjúkrunarheimili aldraða öðruvísi en það væri gert frá grunni. Þetta sagði hún um tillögu, virturstu, stærstu og einnar elstu þjónustustofnunnar á Íslandi fyrir aldraða, um að breyta skrifstofuhúsi sem er […]