Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 22.09 2012 - 12:09

Arkitektúr tímarit komið út.

  Tímarítið Arkitektúr er komið út glæsilegt að venju. Allur frágangur og málfar er til fyrirmyndar. Í kynningu Arkitektafélagsins er síðasta tölublað kynnt með eftirfarandi hætti: ARKITEKTÚR – tímarit um umhverfishönnun, 1. tölublað 2012 er komið út. Útgefandi er Arkitektafélag Íslands og Félag landslagsarkitekta, Ritstjóri er Bjarki Gunnar Halldórsson  FAÍ. Í ritnefnd eru Kristín Þorleifsdóttir […]

Föstudagur 21.09 2012 - 07:54

Vandkunsten í Reykjavík

Ég má til með að kynna hér lítillega dönsku teiknistofuna Vandkunsten. Hún var stofnuð í sambandi við einhverja stærstu samkeppni sem haldin hefur verið í Danmörku fyrr og síðar. Það var samkeppni SBI um lága þétta byggð. Keppnin var gríðarlega vel undirbúin og tók á öllu sem varðaði búsetu fólks frá nánast öllum hugsanlegum sjónarmiðum. […]

Miðvikudagur 19.09 2012 - 15:57

Chicago -“That is Wright all right”

    Því var haldið fram í gamla daga á Akademíunni í Kaupmannahöfn að maður gæti ekki orðið almilegur arkitekt nema að hafa „gengið suður“, til Rómar. Auðvitað gerðu það flestir. Rómaborg var álitinn heppilegur staður til þess að læra að lesa anda staðanna. Það var einkum vegna þess að borgin er gömul og sagan […]

Þriðjudagur 18.09 2012 - 12:16

Hljómalindarreitur og Brynjureitur í kynningu

      Síðdegis á morgun verður haldinn kynningafundur um ný deiliskipulög á svokölluðum Brynjreit og Hljómalindarreit í miðborg Reykjavíkur.  Þetta eru mikilvægir staðir í hjarta borgarinnar.  Reitirnir liggja báðir að Laugavegi og samanlagt eru þeir um fjórðungur lengdar Laugarvegar frá Bankastræti inn að Snorrabraut. Það er ánægjulegt að vera vitni að því að byrjað […]

Mánudagur 17.09 2012 - 14:07

Andrík skrifstofurými

  Ég rakst á vef sem fjallar er um andrík skrifstofurými þar sem samvinna og upplysingaflæði milli starfsmanna er í lykilatriði. Þegar horft er á myndirnar sér maður nokkuð rökrétta þróun skrifstofuhúsnæðis frá þeim tíma þegar allir voru lokaðir af inni á sinni skrifstofu yfir í opna skrifstofurýmið og hingað. Þar var oftast of lítið […]

Föstudagur 14.09 2012 - 22:54

Rammaskipulag hafnarinnar – bakgrunnur og hugmyndir

  Í  rammaskipulaginu sem kynnt var í borgarráði í fyrradag komu fram nokkur atriði sem hafa áhrif á nálgunina og lausnina. Í fyrsta lagi er það  sögulegt samhengi hlutanna sem hafa afgerandi áhrif eins og lesa má um í síðustu færslu og í öðru lagi óskin um að tengja höfnina betur miðborginni og blása meira […]

Fimmtudagur 13.09 2012 - 21:18

Nýtt rammaskipulag-Reykjavíkurhöfn

  Það eru margir góðir hlutir að gerast í skipulagsmálum í Reykjavík þessi misserin. Ég nefni aðra áherslur en ríkt hefur í samgöngum, þéttingaráform við Þverholt, studentagarðar við Sæmundargötu og uppbyggingu við Ingólfstorg. Merkilegasta skipulagið sem nú er til umfjöllunar var kynnt í borgarráði fyrr í dag.  Það er rammaskipulag fyrir hafnarsvæðið sem kynnt var […]

Fimmtudagur 13.09 2012 - 01:23

Hörgull og sköpun á Höfuðborgarsvæðinu

    Arna Mathiesen arkitekt sem starfað hefur erlendis  hefur hvatt sér hljóðs í umræðu hér á landi um skipulagsmál  í stóru samhengi. Hún hefur fjallað um skipulagsmál í aðdraganda hrunsins og velt fyrir sér hvar ábyrgðin liggur og hver ætli að axla hana. Nú leggur hún enn í hann með alþjóðlega vinnusmiðju og málstofu […]

Þriðjudagur 11.09 2012 - 00:20

Þétting byggðar – BÚR lóðin við Aflagranda.

  Í síðasta pistil nefndi ég þrjú þéttingarsvæði vestan Elliðaá sem skipulögð voru eftir að Stefán Thors hélt sitt erindi fyrir meira en 33 árum. Það var sameiginlegt með þeim öllum að fetuð var ný og nútímaleg leið í hugmyndafræðinni. Hugmyndin gekk út á meiri áherslu á lífið milli húsanna og minni áherslu á að […]

Föstudagur 07.09 2012 - 08:35

„Aðalskipulagið og raunveruleikinn“

    Fyrir 33 árum, í júní 1979,  flutti Stefán Thors arkitekt, stórgott erindi um skipulagsmál á ráðstefnu á vegum Lífs & lands.  Stefán sem var félagi minn á Akademíunni í Kaupmannahöfn var ekki orðinn þrítugur þegar hann flutti erindið, varð síðar skipulagsstjóri ríkisins. Fyrirlesturinn,  sem  Stefáns gaf nafnið  „Aðalskipulagið og raunveruleikinn“, á enn fullt erindi […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn