
Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt, sem hefur alla sína tíð starfað á meginlandi Evrópu, skrifar hér grein um finnska hefð í byggingalistinni. Gunnlaugur er flinkur og reryndur praktiserandi arkitekt sem er meðvitaður um fræðimennsku byggingalistarinnar þar sem hann hugsar mikið um anda staðanna og regionalismann. Hann hefur áður skrifað nokkrar greinar hér á vefinn og vek ég sérstaklega á færslurnar „Fléttað inn í borgarvefinn“ og hina sem heitir „Fléttað inn í landslagið“. Greinarnar má finna með því að slá þeim upp í leitarvél hér til hliðar.
Gefum Gunlaugi orðið:
Fléttað inn í finnska hefð.
Finnskur regionalismi.
Finnum tókst að tengja modernisma 20. aldar og byggingahefð sína í heilsteypta, frjóa og lifandi heild, regionalisma, sem gerir landið einstakt hvað nýja byggingalist snertir.
Þessi sameining af klassískri hefð, notkun timburs og funktionalisma var farsæl og hefur gefið borgum og umhverfi landsins öryggi og þann styrk, að engin þörf var og er fyrir nýjungasveiflum að utan.
Með Aalto í fararbroddi byrjuðu Finnar á 30/40. áratug síðstu aldar að skapa sín eigin sérkenni, sem enn í dag eru öruggur grunnur fyrir einstakan arkitetkúr, lífrænar og vistrænar byggingar , sem verka eðlilega og vel á sálarlíf fólks. Hér varð til módernismi, sem ekki þurfti að hafna öllum hefðum.
Suoni seven 2014
Kynning á verkum 7 ungra finnskra fagmannahópa, sem fylgir í kjölfar bókmenntaráðstefnunnar í Frankfurt 2014 (Suomi seven í DAM, Þýska Arkitektasafninu í Frankfurt til 18.01.15), sýnir vel, að þetta unga fólk er algjörlega óháð öllum tískusveiflum þó það loki sig ekki af gangvart nýjungum.
Vel er haldið utan um þann þráð, sem Aalto, Pietilä, Siren og aðrir módernistar þróuðu í efnismeðferð og þeirri fullvissu að góðar hugmyndir „vaxi útfrá eðlilegu lífi fólks“.
Athyglisvert er að sjá hvernig kynslóð, sem er fædd á milli 1970/80 fléttar bæði eðlilega og um leið frísklega inní finnska hefð með efnis og rýmiskennd Aaltos og annara finna sem fyrirmyndir.
A.m. k. Í Helsinki virðist heimsspekileg nálgun Louis I. Kahn ekki fjarri: ströng,klassísk,táknræn og skýr.
Slíka nálgun má t.d. greina í kjarnamyndun nýja alþjóðskólans Opinmäki í Espoo,(sú borg vex svotil saman við höfuðborgina),eða uppbyggingu og útliti nýja háskólabókasafnsins „Kaisa“ (Anttinen Oiva Architects),sem fléttað er mjög frumlega og vel inní strangan borgarkjarna Helsinkis.
Kjarni borgarinnar er algjörlega í anda „nýklassík“ Schinkels ,reistur á 19.öld.
Í því umhverfi koma hugsanir Kahn ósjálfrátt upp í hugann.
Á óvart kom mér reyndar hvað „hinn lífræni“ Aalto er strangur þegar hann fléttar nýstárleg verk sín inní þennan klassíska kjarna.Miðborgin öll er a.m.k fyrir mig algjör „upphefð“: og ekkert stress, engar ódýrar túristasjoppur!
Og í þessu umhverfi kemur uppí hugann: hvaða áhrif hefði klassísk „Skólavörðuháborg“ Guðjóns Samúlessonar haft á stöðugleika og uppbyggingu Reykjavíkur, hefði hún hefði orðið að veruleika?
Fyrimyndar skipulagsyfirvöld.
Sýnilegt er, að ungir fagmenn fá í Finnlandi tækifæri til að hafa áhrif á ný borgahverfi og þéttingu byggðar bæði í og umhverfis miðborg. Og að „fjárfestar“ virðast auðsýnilega ekki hafa nein veruleg áhrif á borgareinkennin.
Hvers vegna er það svo?
Vegna þess að hefðin í skipulagspóltík og opnum samkeppnum arkitekta stendur á afar öruggum jarðvegi.
Skipulagsyfirvaldið í Helsinki er mjög sterkt, bæði er vaxin hefð til staðar og lang stærsti hluti lóða er eign borgarinnar. Prívatkapítal hefur mjög takmarkað vald því að borgin sjálf „leigir“ jafnvel bestu lóðinar til langs tíma og getur þannig haft veruleg áhrif á ,að borgasvipurinn og hefðin haldi sér í þágu borgarbúa.Þannig tekst að skipuleggja og byggja „borg fólksins“ og forðast afbrigði af „borg kapítals“.Yfirvöldin hafa að auki séð um að tengja afar vel umferðamöguleika milli borgarhluta svo að einkafarartæki eru svotil óþörf innan borgar,líka í framtíðinni.
Vert er að nefna að svo til öll opinber verkefni eru boðin út í opinum samkeppnum (allra!) arkitekta.
Finnska hefðin í skipulagi og húsagerð er þannig á margan hátt til fyrirmyndar í dag.
Íslenskur regionalismi ?
Arkitektúrsafnið í Frankfurt hafði 2011 álíka kynningu á íslenskri byggingalist síðstu ára: nokkuð tilviljunarkenndur þverskurður.
Ýmis áhugaverð verkefni voru valin m.a. verk Studio Granda og Sigríður Sigþórs með stef um landslag og innblástur.
En fyrsti og besti fulltrúi „nútíma regionalisma“ á Íslandi var ekki kynntur: Mannfreð Vilhjálmsson.
Nokkrar byggingar Manfreðs hafa augljósar tilvitnanir í íslenska hefð: menning og landslag kristallast mjög eðlilega saman í nýja Fuglasafninu við Mývatn og fjöldamörgum fyrri verkum hans.
Að þessu sögðu finnst mér einsýnt, að íslendingar þurfa að eignast stofnun til að rannsókna á leiðum til að nálgast „regional“ bygginarlist. Stofnun, sem bendir á nýjar slóðir en heldur jafnramt utan um fortíðina.
Í höfuðborg landsins eru peningar til að „byggja stórt og dýrt“ og „flottustu hótel“ í Evrópu, en á sama tíma eru engir peningar til fyrir eina persónu,sem ræktar Byggingalistardeild í Listasafni Reykjavíkur: dapurleg staðreynd fyrir móður allra lista!
Hér að neðan eru myndir af háskólabókasafninu í Helsink i(Kaisa).Þar sem er Louis I. Kahn nálægur, en líka rómversk „barokkklassík“ Þetta bókasafn er „,hressandi, ekki ofhlaðið, organískt finnsk flétting inní borgarkjarna í anda „Borromini+Kahn. Svo er tölvumynd af Wood City Helsinki 2016 sem er nálægt miðri borginni og við sjóinn og er í byggingu.Þetta eru 2 íbúðarkomlexar+hótel+skrifstofur,alls ca.32.000 ferm. allt byggt úr trékonstr.
Ég minni á að fólk getur slegið upp nafn8i gunnlaugs hé í leitarvélinni til hliðar til þess að lesa fyrri pistla hans hér á vefnum.






konsthall tornedalen vitsamieni