Miðvikudagur 08.09.2010 - 09:13 - Lokað fyrir ummæli

Að drepa Krist!

Spámenn Gamla Testamentisins horfðu fram á veginn og spáðu fyrir um Messías.  Hefðu þeir horft til baka, inn í fortíðina þá hefði Kristindómur aldrei orðið annað en Gyðingdómur,  staðnað við boðorðin 10 og brottförina frá Egyptalandi.  Jenis av Rana, Snorri í Betel og aðrir slíkir eru fastir í gömlum kreddum, horfa til baka, það vantar í þá spámanninn. Þeir átta sig ekki á því að jafnframt því að móta menninguna mótar menningin Krist.  Það má segja að kreddufestan sé tilraun til þess að halda Kristi á krossinum, halda honum dauðum, skiljann eftir, látann ekki  lifa.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

  • Ef spámenn horfa ekki fram í tímann þá eru þeir varla spámenn er það? Annars gef ég lítið fyrir spámenn.

  • Einar Guðmundsson

    Baldur, þú ert í alla staði ágætur maður,
    en ættir ekki að vera prestur…
    Allt sem viðkemur trú er geðpirringur!

  • Siggi Silly

    Hvort sem fólk les bíblíuna ýtarlega af geðþótta, þá er niðurstaðan sú sama: þessi bók er á heildina litið engann veginn góður vegvísir fyrir nútíma siðmenntað fólk – þó margt ágætt komi þar framm (í sögulegum skilningi) og þetta séu ágætis bókmenntir (ef maður tekur henni þannig)

    Ég held að hvaða skáldverk sem er sé hættulegt ef það er tekið alvarlega sem lýsingu á upphafi og enda alheims og allt þess á milli.

    Að halda því framm að í bíblíunni sé uppskriftin af alheiminum er álíka og að halda að í hamborgara sé uppskriftin af kú

  • Farið ekki með dár og spé, góðir drengir.

    Málið er að við þessir bjálfar sem viljum trúa á Guð, sjáum hann allsstaðar og heyrum.

    Ævinlega skal hann vera að reyna að koma einhverju góðu til leiðar.

    Og þegar hann er ekki beinlínis að hjálpa manni að koma þjóðþrifaverkunum í kring þá er hann að telja í mann kjarkinn eftir eitthvert klúðrið.

    Svo lofar hann öllu fögru í hvers kyns kröm og neyð.

    Hverjum ætlið þið þá að tefla fram gegn þessum?

    Professor Dawkins?

    Pleeease . . .

Höfundur