Spámenn Gamla Testamentisins horfðu fram á veginn og spáðu fyrir um Messías. Hefðu þeir horft til baka, inn í fortíðina þá hefði Kristindómur aldrei orðið annað en Gyðingdómur, staðnað við boðorðin 10 og brottförina frá Egyptalandi. Jenis av Rana, Snorri í Betel og aðrir slíkir eru fastir í gömlum kreddum, horfa til baka, það vantar í þá spámanninn. Þeir átta sig ekki á því að jafnframt því að móta menninguna mótar menningin Krist. Það má segja að kreddufestan sé tilraun til þess að halda Kristi á krossinum, halda honum dauðum, skiljann eftir, látann ekki lifa.
Ef ég skil Hjalta Rúnar rétt, þá álítur hann að fólk eins og Baldur kunni ekki að gera greinarmun á eigin skoðunum og Jesú, annaðhvort af heimsku eða fláræði.
Carlos, ég talaði ekkert um heimsku eða fláræði. Og er það ekki augljóst að fólk eignar Jesú í gríð og erg sínar eigin skoðanir? Hefur þú ekki hitt marga presta sem fullyrða að Jesús hafi verið argasti femínisti?
Hvernig vilt þú skilja ummæli hans um að við eigum að láta menninguna móta Jesú í umræðu um samkynhneigð öðruvísi en að við eigum að láta Jesú vera hlynntan réttindum samkynhneigðra?
Baldur hefur í engu eignað Jesú skoðanir sínar. Þvert á móti tekur hann keflið þar sem aðrir hafa lagt það og ber það áfram.
Jesús var maður síns tíma, róttækur samt. Við erum menn okkar tíma, Baldur, þú, ég og vinnum með þann arf sem okkur er gefinn eins og okkur sýnist.
Ég skil ekki alveg hvað þú átt við hérna. En ég bara get ekki skilið orð hans um að við eigum að láta menninguna móta Krist á annan hátt en það að við ættum að ímynda okkur að Jesús hafi verið jákvæður í garð samkynhneigðar Hvað annað þýða þessi orð í þessu samhengi?
Allt í lagi, vinniði með þann arf eins og ykkur sýnist, en ekki stunda sögufalsanir til að bæta ímynd leiðtoga ykkar.