Föstudagur 10.09.2010 - 21:21 - Lokað fyrir ummæli

Bókabrennur og málfrelsi í Danmörku!

Það er gott að þessi brjálaði prestur skuli hættur við að brenna Kóraninn.  Það er alltaf slæmt að brenna bækur sem ennþá má lesa. Klerkur hætti við þetta eftir áskorun m.a. frá öðrum klerkum og  Obama forseta. Maður gamblar ekki með mannslíf sagði forsetinn réttilega og benti á að amerískir dátar yrðu drepnir í Afgnaistan og Írak sem hefnd fyrir tiltækið.  Með þessu er Obama að hefta málfrelsi.

Það myndu sennilega þeir segja sem vörðu rétt Jótlanspóstsins að birta skrípamyndir af Múhamed spámanni hér um árið.  Þær myndbirtingar sem voru valkvæðar eins og bókabrennan kostuðu örugglega nokkur mannslíf.  Þær voru varðar á grundvelli málfrelsis.

Hver er munurinn?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Ómar Valdimarsson

    Sæll vertu. Ég hef setið á skólabekk með norrænum blaðamönnum að undanförnu og hitt marga aðra slíka. Mér heyrist á dönskum kollegum sem ég hef hitt og talað við að helsta afleiðing Múhammeðsteikninganna sé sú að nú sé tjáningarfrelsið í Danmörku fullkomlega takmarkalaust- ALLT má og skal segja í nafni tjáningarfrelsis án tillits til hvern það særir eða móðgar. Að auki hafa verið reistar miklar víggirðingar í kringum höfuðstöðvar Jyllands Posten í Árósum. Nú velti ég því fyrir mér, eins og margir Dananna, hvort það sé slíkur eðlismunur á tjáningarfrelsi og öðrum birtingarmyndum frelsisins í vestrænu lýðræði að það réttlæti fullkomið hömluleysi til orðs og æðis. Getur það verið?

  • Ætli munurinn sé ekki sá, að annars vegar er um tjáningu að ræða og hins vegar eyðingu tjáningar? Er ekki talsverður eðlismunur á slíku?

  • Sigurður Örn

    Munurinn er stór og jafn augljós og munurinn á manndrápi af gáluleysi og manndrápi af yfirlögðu ráði

    Klerkurinn ætlaði að brenna Kóraninn til að ögra, vísvitandi, á meðan skrípó teiknarinn áttaði sig ekki á þessari fáránlega heimskulegu kreddu reglu hjá Múhammeðs trúuðu fólki.

    Það er fáránlegt að fólk sem trúir ekki vitleysu þurfi að lifa lífinu sínu eftir vitleysu annara – sérstaklega þegar kreddan er jafn heimskuleg og þetta boðorð múhammeðsmanna (ef maður pælir í því þá í raun má samkvæmt þessari kreddu ekki teikna mynd af random arabískum manni með skegg og túrban og kalla hann Múhammed, því enginn veit hvernig Múhammed í raun leit út)

    Það er hinsvegar ekkert fáránlegt að fólk taki tillit til hvors annars og sé ekki vísvitandi að ögra hvor öðru.

    Munurinn er því hversu fyrra dæmið er loðið (mátt ekki teikna araba og kalla hann Múhammed) á meðan seinna dæmið er kristaltær pólitískur symbolismi sem allir skilja; það að brenna tákngerfinga landa og trúa er bein ögrun, og þeir sem mótmæltu því núna, fannst þetta vera heimskuleg og óþarfa ögrun en voru ekki endilega að segja að klerkurinn bandarísku mætti ekki gera það.

    Annars er eðlilegt að jafn lítil virðing sé borinn fyrir öllum þremur morðóðu Abrahams trúarbrögðunum

  • Það er einungis munur á rógburði sem er beint gegn tilteknum aðila og getur valdið honum skaða, og skoðun gjörningi á hendur almennri og víðtækri hugmyndafræði. Tjáningarfrelsi ætti aðeins að vera heft í tilliti þess fyrrnefnda, sem það og er með almennum hegningarlögum hérlendis og hliðrænum réttarreglum í nágrannalöndum okkar. Tjáningarfrelsi þýðir að við eigum að geta brennt biblíuna og kóraninn í táknrænni athöfn, og það þýðir líka að við eigum að geta teiknað skopmyndir af Múhammeð eða Jesúm. Á þessu tvennu er enginn munur. Það eina sem það gerir er að það setur fram boðskap, hversu heimskulegur sem manni þykir hann vera, þá er hættulegt að hefta hann og á alls ekki að gera nema hægt sé að sýna fram á raunverulegan skaða. Raunverulegur skaði er í þessum tveim tilvikum ekki fyrir hendi. Það er rétt hjá Sigurði Erni að um leið og við erum farnir að lifa lífinu eftir langsóttum kreddum annarra, og hræðslu um viðbrögð vegna þess að við þorðum að vera á öndverðri skoðun, höfum við tapað miklu.

Höfundur