Það er gott að þessi brjálaði prestur skuli hættur við að brenna Kóraninn. Það er alltaf slæmt að brenna bækur sem ennþá má lesa. Klerkur hætti við þetta eftir áskorun m.a. frá öðrum klerkum og Obama forseta. Maður gamblar ekki með mannslíf sagði forsetinn réttilega og benti á að amerískir dátar yrðu drepnir í Afgnaistan og Írak sem hefnd fyrir tiltækið. Með þessu er Obama að hefta málfrelsi.
Það myndu sennilega þeir segja sem vörðu rétt Jótlanspóstsins að birta skrípamyndir af Múhamed spámanni hér um árið. Þær myndbirtingar sem voru valkvæðar eins og bókabrennan kostuðu örugglega nokkur mannslíf. Þær voru varðar á grundvelli málfrelsis.
Hver er munurinn?
Svakalega er fínt að fá svona alvöru komment. Takk fyrir.
François-Marie Arouet var maður sem ég held að hafi náð haus í trúarbragðadeilum í Frakklandi. Hans afstaða var afstæðishyggja. Gjörið ekki öðrum…
Ekki skortir þig dómagirnina Baldur. Hvernig veistu hvort þessi amríski prestur sé brjálaður, eins og þú segir. Er það til marks um sérstaka brjálsemi að brenna trúarrit, sem innihalda boðskap sem beinlínis hvetur til óhæfuverka? Og heldurðu að drápum á amrískum dátum í Írak og Afganistan linni við það eitt að sérvitringur leggi áform á hilluna um að brenna Kóraninn? Auðvitað ekki. En einhvern veginn tekst þér kirkjunnar manninum alltaf að taka afstöðu með og verja andskotann, ef ég mætti orða það svo.
Og ánægjulegt er að vita til þess að blaðamaðurinn Ómar Valdimarsson skuli sitja á skrafi með norrænum kollegum sínum, sem greinilega vita ekki hvað tjáningarfrelsi merkir. Illa er greinilega komið fyrir blaðamannastéttinni í hinni frjálsu Skandinavíu, svo ekki sé meira sagt.
Gústaf
Fyrst þú sérð að greinilega viti einhverjir ekki hvað tjáningarfrelsið merkir (í þessu sambandi) þá hlýtur þú að vita það (annars væri það þér varla greinilegt)
Fræddu okkur