Föstudagur 10.09.2010 - 21:21 - Lokað fyrir ummæli

Bókabrennur og málfrelsi í Danmörku!

Það er gott að þessi brjálaði prestur skuli hættur við að brenna Kóraninn.  Það er alltaf slæmt að brenna bækur sem ennþá má lesa. Klerkur hætti við þetta eftir áskorun m.a. frá öðrum klerkum og  Obama forseta. Maður gamblar ekki með mannslíf sagði forsetinn réttilega og benti á að amerískir dátar yrðu drepnir í Afgnaistan og Írak sem hefnd fyrir tiltækið.  Með þessu er Obama að hefta málfrelsi.

Það myndu sennilega þeir segja sem vörðu rétt Jótlanspóstsins að birta skrípamyndir af Múhamed spámanni hér um árið.  Þær myndbirtingar sem voru valkvæðar eins og bókabrennan kostuðu örugglega nokkur mannslíf.  Þær voru varðar á grundvelli málfrelsis.

Hver er munurinn?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Ómar Kristjánsson

    Þeir í Danmörku vissu alveg af því að myndgerfing af Muhammad var ekki æskileg í Islam yfirleitt. Og reyndar var til teikninganna stofnað af Rose sérstaklega í þeim tilgangi að ögra eða brjóta múra, hvað sem menn vilja kalla það. Að áður hafi átt að gefa út einhverja barnabók um Islam eða Muhammad og erfitt reyndist að fá teiknara til að myndskreyta og einhver umræða hafði myndast um efnið. Sjálfsritskoðun o.þ.h. (í stuttu máli)

    En í raun var málið, eða eins og það þróaðist, ekkert það að teiknuð var mynd. Það var aðallega 1-2 myndir sem vöktu viðbrögð og kannski í raun sérstaklega ein. Það var Muhammad með sprengjuna í túrbaninum og islam creed eða Shahada skrifað eða teiknað á túrbaninn. Eftir því sem eg komst næst á sínum tíma, er það í raun ekkert annað en trúarjátning islam sem er stutt: Það er enginn guð nema Guð og Muhammad er sendiboði hans. (hef þó aldrei fengið það staðfest frá kunnugum að svo hafi verið en teikningin minnir á það svo það gæti passað. Mér persónulega fannst alltaf skrítið afhverju teiknaranum datt í hug eða lagði svo mikla áherslu á að hlaða myndina slíkum táknum.)

  • Sigurður Örn

    Ok. Ég stand corrected þá

    Engu að síður var teiknigin listrænni og gáfulegari heldur enn hjá þessu bandaríska prest.

    Ég myndi verja rétt þeirra beggja til að mótmæla svona, nema fyrir það að ég tel mig vita að presturinn komi frá jafn ruglaðari hefð og hann er að gagnrýna og því er erfitt fyrir mig að taka undir með honum, bara svipað og þó mér líki ekki við núverandi ríkisstjórn þá fynnst mér sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu ekki hafa efni á flestu sem þeir segja – það skiptir, með öðrum orðum, máli hvaðan þú ert að koma

  • Gústaf, þú kemur greinilega úr sérstakri umræðuhefð. Kv. B

  • Andri Thorstensen

    „Þær myndbirtingar sem voru valkvæðar eins og bókabrennan kostuðu örugglega nokkur mannslíf.“

    Vandamálið við svona málflutning er að hann dálítið í áttina við það að segja að stutt pils, óhófleg drykkja og að vera einar úti að skemmta sér auki áhættuna á því að konum sé nauðgað.
    Það má vel vera rétt þannig séð en það er samt aldrei konu að *kenna* að henni séð nauðgað, sama í hversu miklu rugli hún gæti hafa verið í og þótt hún hafi verið í ögrandi fatnaði o.s.frv.
    Sömuleiðis neita ég að viðurkenna að maður sem teikni myndir, brenni bækur, segi ljóta brandara eða beinlínis ögri viljandi með málflutningi sé *valdur* að því að fólk sé drepið.
    Ábyrgðin hlýtur alltaf að vera hjá þeim sem tekur í gikkinn eða fremur nauðgunina.

Höfundur