Föstudagur 10.09.2010 - 21:21 - Lokað fyrir ummæli

Bókabrennur og málfrelsi í Danmörku!

Það er gott að þessi brjálaði prestur skuli hættur við að brenna Kóraninn.  Það er alltaf slæmt að brenna bækur sem ennþá má lesa. Klerkur hætti við þetta eftir áskorun m.a. frá öðrum klerkum og  Obama forseta. Maður gamblar ekki með mannslíf sagði forsetinn réttilega og benti á að amerískir dátar yrðu drepnir í Afgnaistan og Írak sem hefnd fyrir tiltækið.  Með þessu er Obama að hefta málfrelsi.

Það myndu sennilega þeir segja sem vörðu rétt Jótlanspóstsins að birta skrípamyndir af Múhamed spámanni hér um árið.  Þær myndbirtingar sem voru valkvæðar eins og bókabrennan kostuðu örugglega nokkur mannslíf.  Þær voru varðar á grundvelli málfrelsis.

Hver er munurinn?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Sigurður Örn

    Sammála Andra

    afleiðu hugsun er jafn brothætt í þjóðfélagsmálum eins og hún var í bankamálum.

    Það er svo auðvellt að rugla saman causation og correlation, þegar verið er að tala um afleiður

  • Að teikna skopmyndir er skapandi athöfn, þ.e. samtal við þann sem teikning er af eða beinist að. Að brenna bók er að hafna samtali við það sem hún hefur að geyma og þann sem heldur innihaldi hennar á lofti.

    Hversu óþarfar, óþægilegar eða ósmekklegar sem fólki kann að þykja skopteikningar þær sem birtust í Jótlandspóstinum þá ávörpuðu þær hinn múslimska þankagang og fulltrúa hans. Og skopteikningin er sannarlega viðurkennt samræðuform í vestrænni menningu, sbr. hinar mjög svo svíðandi skopmyndir siðbótarmanna af katólskum fyrirmönnum og helgisiðum móðurkirkjunnar. Viðmælendur skopmyndateiknaranna kusu hins vegar að svara þeim með ofbeldiverkum, líflátshótunum og í það minnsta einni morðtilraun.

    Ég tel að við hljótum að standa vörð um þá umræðuhefð sem skoðanafrelsið hefur getið af sér í okkar menningarheimi. Hún gerir ákveðnar siðakröfur til okkar því hún takmarkast í raun ekki af neinu nema því að engum á að líðast grafa undan tilverurétti tiltekinna samfélagshópa á forsendum lífsskoðana þeirra, uppruna eða kynferðis. Þar grípa inni í lög sem banna hatursræðu og á því ekki að þurfa að skerða tjáningarfrelsið með sérstökum klausum um það.

    Öll verðum við að þola að aðrir séu okkur ósammála um hvað sé eðlilegt, heilagt, þolanlegt, og á það ekki síst við þegar hugmyndir, skoðanir og kennisetningar eru annars vegar.

  • Svavar Alfreð Jónsson

    On February 7, 2006 UN Secretary-General Kofi Annan, the Secretary-General of the OIC Ekmeleddin İhsanoğlu, and the High Representative for Common Foreign and Security Policy of the EU Javier Solana issued a joint statement:

    „The anguish in the Muslim world at the publication of these offensive caricatures is shared by all individuals and communities who recognize the sensitivity of deeply held religious belief. In all societies there is a need to show sensitivity and responsibility in treating issues of special significance for the adherents of any particular faith, even by those who do not share the belief in question.
    We fully uphold the right of free speech. But we understand the deep hurt and widespread indignation felt in the Muslim world. We believe freedom of the press entails responsibility and discretion, and should respect the beliefs and tenets of all religions.
    But we also believe the recent violent acts surpass the limits of peaceful protest. In particular, we strongly condemn the deplorable attacks on diplomatic missions that have occurred in Damascus, Beirut and elsewhere. Aggression against life and property can only damage the image of a peaceful Islam. We call on the authorities of all countries to protect all diplomatic premises and foreign citizens against unlawful attack.
    These events make the need for renewed dialogue, among and between communities of different faiths and authorities of different countries, all the more urgent. We call on them to appeal for restraint and calm, in the spirit of friendship and mutual respect.“

    http://en.wikipedia.org/wiki/Opinions_on_the_Jyllands-Posten_Muhammad_cartoons_controversy#UN

  • Ég er algerlega sammála Sjón þegar hann segir:

    „Öll verðum við að þola að aðrir séu okkur ósammála um hvað sé eðlilegt, heilagt, þolanlegt, og á það ekki síst við þegar hugmyndir, skoðanir og kennisetningar eru annars vegar.“

    …en því miður held ég að maður þurfi að gera sér grein fyrir því að fólk er fólk.

Höfundur