Föstudagur 10.09.2010 - 21:21 - Lokað fyrir ummæli

Bókabrennur og málfrelsi í Danmörku!

Það er gott að þessi brjálaði prestur skuli hættur við að brenna Kóraninn.  Það er alltaf slæmt að brenna bækur sem ennþá má lesa. Klerkur hætti við þetta eftir áskorun m.a. frá öðrum klerkum og  Obama forseta. Maður gamblar ekki með mannslíf sagði forsetinn réttilega og benti á að amerískir dátar yrðu drepnir í Afgnaistan og Írak sem hefnd fyrir tiltækið.  Með þessu er Obama að hefta málfrelsi.

Það myndu sennilega þeir segja sem vörðu rétt Jótlanspóstsins að birta skrípamyndir af Múhamed spámanni hér um árið.  Þær myndbirtingar sem voru valkvæðar eins og bókabrennan kostuðu örugglega nokkur mannslíf.  Þær voru varðar á grundvelli málfrelsis.

Hver er munurinn?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Thor Svensson

    Það er svolítið sorglegt að sjá að fólk leggur bókabrennu þessa (sem nú er sem betur fer afstýrt) að jöfnu með margumrædda skopmyndir sem höfðu það sem markmið að opna umræðuna um hvar mörk tjáningarfrelsis liggja (sem margir skoða sem óþarfa ögrun). Að brenna táknmynd milljóna manna er tjáning um ofbeldi á sama hátt og fánabrenna. Ef einhver er í vafa, er ofbeldi ekki tjáning í siðuðum samfélögum.

  • Thor Svensson

    Var heldur fljótfær í skrifum mínum hér að ofan. Þetta átti að sjálfsögðu að vera: … „að jöfnu með birtingu margumrædda skopmynda“… Og …“er hótun um ofbeldi ekki tjáning í siðuðum samfélögum“.

  • m arco (í táradalnum)

    Fordómum um íslam rignir yfir fólk á vesturlöndum. Þeir eru jafnvel kenndir í skólum.

    Algengustu fordómarnir eru að íslam sé trú friðar og kærleika.

    Kynni menn sér innihald kóransins og annarra trúarrita íslams ættu þessir fordómar að hverfa.

  • Halldór Halldórsson

    Mætti spyrja klerkinn hvort hann hafi velt fyrir sér hversu langt kristnir eigi að flæmast undan og lúffa fyrir Islam? Ekki má teikna mynd af Múhameð og brenna kóransbók á Vesturlöndum, en öfgamenn undir merki Islam mega hins vegar brenna, banna og niðurlægja allt sem viðkemur kristni hvenær sem þeir vilja og út um allan heim. Hversu langt, Baldur? Myndirðu kannski bakka alla leið að því að Múhameðstrúarfólk krefst þess að krossar verði fjarlægðir af kirkjum á Vesturlöndum og þjóðfánum breytt? Hvenær er nóg komið?

Höfundur