Það er gott að þessi brjálaði prestur skuli hættur við að brenna Kóraninn. Það er alltaf slæmt að brenna bækur sem ennþá má lesa. Klerkur hætti við þetta eftir áskorun m.a. frá öðrum klerkum og Obama forseta. Maður gamblar ekki með mannslíf sagði forsetinn réttilega og benti á að amerískir dátar yrðu drepnir í Afgnaistan og Írak sem hefnd fyrir tiltækið. Með þessu er Obama að hefta málfrelsi.
Það myndu sennilega þeir segja sem vörðu rétt Jótlanspóstsins að birta skrípamyndir af Múhamed spámanni hér um árið. Þær myndbirtingar sem voru valkvæðar eins og bókabrennan kostuðu örugglega nokkur mannslíf. Þær voru varðar á grundvelli málfrelsis.
Hver er munurinn?
Mér finnst það augljóst að Obama var ekki að hefta málfrelsi þegar hann skoraði á prestinn að hætta við. Obama viðurkennir einmitt málfrelsi en ákvað sjálfur að nota það þegar hann var að tjá prestinn skoðunar sinar. (Ekki sá ég löggan mætta hjá prestinum til þess að koma í veg fyrir að hann tjáir sig).
Að spyrja (eins og Baldur gerir) hver er munurinn, er bara út í hött.
Nú hefur Hæstaréttur Bandaríkjanna ,,úrskurðað“ að það sé hluti af tjáningarfrelsi að brenna fána.
Ég velti því enn fyrir mér hvort við séum að gefa eftir tjáningarfrelsi með því að láta ekki reyna á þolmörk þess.
Einnig þessari aðgreiningu á bókabrennu og teikningu. Vissulega er teikning tjáning og brenna eyðing tjáningar, en tjáning samt eða havað, eða bara ofbeldi?
Andlegt ofbeldi o.k., en getur ekki teikning verið andlegt ofbeldi t.d. afskræmd, ljót teikning ag mömmu einhvers?
Lýsi enn yfir aðdáun á þessari umræðu. Það eru greinilega intelligent menn (engin kona?) sem renna yfir eyjublogg. Kv. B
Baldurkr
Ég er með þá kenningu að ef bloggað er seint á föstudögum þá fái fólk betri comment (því þá eru allar fyllibytturnar farnar á fillerí)
en það má samt búast við að einn og einn á kojufylleri slæðist með (nefni engin nöfn)
Það sem mér finnst nú mest æpandi óþægilegt í þessu bókabrennumáli er að hér kemur skýrt fram vald fjöldmiðla og taugaveikluð trúarbragðamóðgunarhræðslan; enginn sem skiptir máli og tjáir sig um þetta segir hið rétta, að þetta sé fábjáni sem ekki sé vert að eyða tímanum í.
Það er umhugsunarvert í miðju málfrelsinu.
Reyndar grunar mig að maðurinn ekki fábjáni heldur frábær grínisti. Kv. ÖS