Er ég hugsa til framtíðar og þá til framtíðar barnanna minna þá er sennilega ábyrgðarhluti af mér að flytja ekki til Noregs. Ber mér ekki skylda til þess að sjá til þess að börnin mín geti alist upp í skipulegu samfélagi, samfélagi fjölbreyttra möguleika þar sem fagmennska ræður ríkjum en ekki geðþótti, fámenni, klíkuskapur og fúsk. Á ég ekki að nota tækifærið meðan það gefst að flytja í ríkt samfélag ? Líkur eru á því að Ísland verði fátækt land. Land ríkrarar yfirstéttar sem á íbúðir í London og New York á meðan fjöldinn stritar í fiskiðjuverum og í álbræðslum. Þetta módel er þegar til staðar. Land okkar er þegar orðið land misskiptingar. Er ekki líka ábyrgðarhluti að ala börnin sín upp á svona litlu málsvæði þar sem óvíst er að sé fært til að halda uppi sæmilegum vönduðum fjölmiðlum sem ekki eru í klónum á hagsmunaaðilum.
Ættjörðin togar. Það gera allar ættjarðir. En er ástæða til þess að láta það fanga sig? Erum við ekki fyrst og fremst börn heimsins? Er ættjörðin ekki veröldin öll? Þannig ættum við auðvitað að hugsa.
Kynslóð foreldra minna flutti úr sveit til suðvesturhornsins í leit að hlutverki og betri lífskjörum. Er einhver ástæða til að láta þar staðar numið?
Hluti kynslóðarinnar þar á undan flutti til Vesturheims. Voru það ekki hetjurnar? Voru það ekki þeir sem brugðust rétt við þegar framtíðin öll er skoðuð?
Mjög góður pistill eins og venjulega. Mér finnst þessar vangaveltur raunhæfar og sjálfsagðar við þær aðstæður sem eru að skapast á Íslandi. Ég flutti (af fleiri ástæðum) og líkar ljómandi vel í „græna grasinu“ í Noregi.
Baldur,það er skylda okkar að laga samfélagið, svo börnin okkar
geti lifað hér. Komið með þrýsting, hér ættu að vera frjálsar
handfæraveiðar, SAMF. lofaði því. Það eru fáránlega miklir
möguleikar í sjávarútvegi. Íslendingar eiga hátt í 100 vinnsluskip,
það á að senda þessi skip á úthafið, ekki að leyfa þeim að hanga á 12 mílunum. ( Færeyingar leyfa sínum skipum
ekki að koma inn fyrir 200 mílur ).
Menn geta lært módel og formúlur en að hugsa í gegnum módelin og formúlurnar er fáum gefið, sérstaklega þegar örlagastundir nálgast.
Vegna þess að æsingarmaður spurði hér að ofan af hverju þessi bloggpistill væri hróp á uppgjöf, má útskýra að auðvitað er það uppgjöf að telja sig bera skyldu til þess að flýja land, vegna fámennis, fúsks og ýmissa mannlegra bresta.
Það er ekkert athugavert við að flytja úr stað, milli bæja og landa, en að gera það af þessum ástæðum sem nefndar eru að ofan, án þess að spyrna við fótunum, er ekkert annað en sinnuleysi.
Það er sinnuleysið sem eykur veg allra þessara vandamála sem nefnd eru að ofan.
Björgvin, þú ættir kannski að slaka aðeins á mannvonskunni.