Er ég hugsa til framtíðar og þá til framtíðar barnanna minna þá er sennilega ábyrgðarhluti af mér að flytja ekki til Noregs. Ber mér ekki skylda til þess að sjá til þess að börnin mín geti alist upp í skipulegu samfélagi, samfélagi fjölbreyttra möguleika þar sem fagmennska ræður ríkjum en ekki geðþótti, fámenni, klíkuskapur og fúsk. Á ég ekki að nota tækifærið meðan það gefst að flytja í ríkt samfélag ? Líkur eru á því að Ísland verði fátækt land. Land ríkrarar yfirstéttar sem á íbúðir í London og New York á meðan fjöldinn stritar í fiskiðjuverum og í álbræðslum. Þetta módel er þegar til staðar. Land okkar er þegar orðið land misskiptingar. Er ekki líka ábyrgðarhluti að ala börnin sín upp á svona litlu málsvæði þar sem óvíst er að sé fært til að halda uppi sæmilegum vönduðum fjölmiðlum sem ekki eru í klónum á hagsmunaaðilum.
Ættjörðin togar. Það gera allar ættjarðir. En er ástæða til þess að láta það fanga sig? Erum við ekki fyrst og fremst börn heimsins? Er ættjörðin ekki veröldin öll? Þannig ættum við auðvitað að hugsa.
Kynslóð foreldra minna flutti úr sveit til suðvesturhornsins í leit að hlutverki og betri lífskjörum. Er einhver ástæða til að láta þar staðar numið?
Hluti kynslóðarinnar þar á undan flutti til Vesturheims. Voru það ekki hetjurnar? Voru það ekki þeir sem brugðust rétt við þegar framtíðin öll er skoðuð?
Hvers vegna á fólk að hanga hérna í bölmóði og fátækt? Hér er sama spillta og sjúka samfélagið og fyrir hrun, sýnir best að fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst bara.
Og núverandi er geld afturhaldskommastjórn!!!
Hvers vegna á fólk að pína sig til að búa á Íslandi, ef að kjör eru betri í Noregi?
Grasið er grænt í Noregi en fölt á Íslandi. Lífskjör í Noregi eru eðlileg, eins og þau eiga að vera. Fólk hefur mannsæmandi laun og kemst af með reglusömu lífi. Á Íslandi eru lífskjör mjög óeðlileg, eins og í spilltu bananalýðveldi, þar sem hinn almenni launamaður fær lág laun og verðlag hátt. Moldrík yfirstétt lifir svo á því að okra og einoka pöpulinn, sem sést best hvaða álagning er á vörum á Íslandi.
Í mínum augum eru Vesturfarar og nú Noregsfarar, hetjur. Hetjur sem vilja ekki láta hafa sig að fífli af spilltri valdastétt, sem úthrópar það sem svikara fyrir að vilja ekki láta kúga sig áfram.
Fínar vangaveltur.
Við fluttum til Bretlands fyrir fimm árum, með þrjú börn; yngsta var þá um 3-4 vikna. Vissulega mikið stress meðan á stóð, en aldrei höfum við séð eftir því. Ég hef reyndar ekki komið til Íslands síðan.
En hvernig til tekst, fer eftir því að hverju er stefnt. Ég sóttist eftir tilgerðarlausu lífi og frelsi frá fjárhagsáhyggjum; að geta fætt og klætt mig og mína, án þess að horfa í hvern aur.
Það gekk algerlega eftir – fyrir okkur er lífið er mun auðveldara hér en á Íslandi. Það þarf ekki að eiga við alla, en þannig er það fyrir mig og mína fjölskyldu.
Til Íslands mun ég ekki koma aftur, nema sem ferðamaður. Í því felst lítil illgirni – því Ísland á sér fjölmargar heillandi hliðar (líkt og flest önnur lönd).
Það eru hins vegar ákveðnir gallar á samfélaginu sem ég get, fyrir mitt leyti, ekki sætt mig við. Og viðkomandi gallar held ég verði aldrei upprættir.
Það er því sjálfgefið ég velji annað land; aðra galla, sem ég get betur sætt mig við.
Eflaust getur talist til dyggða að „spyrna við fótunum“, líkt og Kristján segir hér að ofan.
En hvenær hættir dyggðin að vera dyggð – og breytist í undarlegt afbrigði af Stokkhólms-heilkenni? Eru einhver tímamörk, eða ber mönnum að eyða allri ævinni í að berjast við samfélag sem sífellt endurfæðist í sömu mynd?
Hvaða bölmóður er þetta ? Ætla menn að láta nokkra forherta óreiðupésa hrekja sig af landinu í stað þess að setja hnefann í borðið?
Meðvirknin hér er alveg með ólíkindum.
Það sem þarf að ske hér er einfaldlega að það þarf að leggja fjórflokkinn, sem meira og minna gengur erinda sérhagsmunahópa, niður. Og það geta kjósendur gert í næstu kosningum.
Áhugaverður pistill sem vekur okkur til umhugsunar. Hver er sinnar gæfu smiður. Ekki gáfust forfeður Bandaríkjamanna upp, þegar þeir yfirgáfu Ítalíu, Þýskaland, Svíþjóð, Írland, fyrir 150-200 árum.
Hver er sinnar gæfu smiður. Og skyldur okkar gagnvart börnum og barnabörnum eru skki minni en gagnvart „föðurlandinu“.
Ég verð um kyrrt. Það er mitt frjálsa val. Ég ætla ekki að vera síkvartandi, en svo sannarlega skipta mér af. Þetta er MITT samfélag, jafnmikið og þeirra sem nú undirbúa enn eina ræðukeppnina í leikhúsinu við Austurvöll.