Sunnudagur 12.09.2010 - 16:00 - Lokað fyrir ummæli

Er ekki skylda manns að flytja?

Er ég hugsa til framtíðar og þá til framtíðar barnanna minna þá er sennilega ábyrgðarhluti af mér að flytja ekki til Noregs.  Ber mér ekki skylda til þess að sjá til þess  að börnin mín  geti alist upp  í skipulegu samfélagi,  samfélagi fjölbreyttra möguleika þar sem fagmennska ræður ríkjum en ekki geðþótti, fámenni, klíkuskapur og fúsk.  Á ég ekki að nota tækifærið meðan það gefst að  flytja í ríkt samfélag ? Líkur eru á því að Ísland verði fátækt land.  Land ríkrarar yfirstéttar sem á íbúðir í London og New York á meðan fjöldinn stritar í fiskiðjuverum og í álbræðslum.  Þetta módel er þegar til staðar.  Land okkar er þegar orðið land misskiptingar. Er ekki líka ábyrgðarhluti að ala börnin sín upp á svona litlu málsvæði þar sem óvíst er að sé fært til að halda uppi sæmilegum vönduðum fjölmiðlum sem ekki eru í klónum á hagsmunaaðilum.

Ættjörðin togar.  Það gera allar ættjarðir. En er ástæða til þess að láta það fanga sig? Erum við ekki fyrst og fremst börn heimsins?  Er ættjörðin ekki veröldin öll?  Þannig ættum við auðvitað að hugsa.

Kynslóð foreldra minna flutti úr sveit til suðvesturhornsins í leit að hlutverki og betri lífskjörum.  Er einhver ástæða til að láta þar staðar numið?

Hluti kynslóðarinnar þar á undan flutti til Vesturheims. Voru það ekki hetjurnar? Voru það ekki þeir sem brugðust rétt við þegar framtíðin öll er skoðuð?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (30)

  • Þjóðmundur

    Heyr heyr Þórhallur!

  • Þórhallur Kristjánsson, ég gettekið undir margt í þínumskrifum, en sumt get ég bara alls ekki tekið undir hjá þér.
    Munurinn á dönum og dönsku þjóðfélagi versus íslendingum og íslensku þjóðfélagi er einfaldur.. stöðugleiki. Danir geta treyst því að afborganir þeirra á húsnæði hækki ekki með hverri afborgun.. danir geta treyst því að vextir munu ekki hækka úr hófi reglulega.. danir geta treyst því að áunnin réttindi þeirra úr kjarabaráttu haldist, amk í nokkur ár eftir samninga.
    Islendingurinn getur aldrei treyst því að afborganirnar hækki ekki á milli mánaða og skuldinn hækki með hverri afborgun. Íslendingar geta ekki treyst því að vextir muni hækka úr hófi fram innan nokkura mánaða frá undirskrift lánasamnings.. íslendingurinn VEIT að með næstu kjarasamningum mun ríkisvaldið koma með einhverjar þær aðgerðir sem munu ríra kjarabótina..
    Varðandi orkuverðið að það sé 4 sinnum hærra í DK en á íslandi, þá var það lengi svo en núna eru fyrirsjáanelgar hækkanir allt að 40 % á hitaveiti og eflaust rafmagni einnig í Rvk .. þá munar ekki lengur 75 % á milli..
    Öll lönd hafa plúsa og mínusa.. ísland hefur/hafði nokkra plúsa td orkuverð.. mínusrarnir eru hinsvegar svo ótalmargir miðað við DK eða noreg þar sem ég á heima í dag. noregur hefur marga mínusa en enginn þeirra er svo stór að þa ðtaki því að spá mikið í þá.
    h+ofsemi er nokkuð sem íslendingum er kennt frá unga aldri að gengur ekki í verðbólgu og óstöðugleika þjóðfélagi.. sparnaður brennur reglulega upp svo það er bara langbest að eyða þessum aurum STRAX og helst í gær áður en þeir hverfa í verðbólgubál eða vaxtahít.. óreiða íslendinga er stjórnvöldum að kenna fyrir það eitt að geta ekki stuðlaða að stöðugleika í þessu volaða landi vonleysis og slakrar framtíðarsínar.

    Ha det bra

  • Tek undir með Óskari.

    Það er margt gott í texta Þórhalls; þegar ég flutti (2005) var Ísland vissulega að breytast í óttalegt græðgissamfélag.

    En inntakið er dálítið klént.

    Að sjálfsögðu hefur Ísland þróast á 100 árum – og velmegun aukist frá 1964. Sömu sögu má segja af flestum þjóðum Evrópu…..og víðar.

    Ég efast þá ekki um Íslendingar nái efnahagnum í lag innan örfárra ára – en hvað um allt hitt?
    Óskar talar um plúsa og mínusa – og það er einmitt málið. Menn sem vilja flytja ættu að kynna sér sem flesta plúsa og mínusa og taka svo ákvörðun. Sumir munu kjósa að fara, aðrir búa áfram á Íslandi.

    N.b., af því það um var rætt: ég bý í stærra húsi en á Íslandi, borða sjaldan kæfubrauð og spara ekki vatnið (sem er reyndar til skammar). Borga örugglega miklu meira fyrir rafmagnið; annað væri undarlegt.
    Svo vinn ég 20 klukkustundum skemur hvern mánuð, fyrir hærri laun – og á peninga í lok hvers mánaðar (sem sjaldan gerðist á Íslandi).

    Fyrst og síðast líður mér yfirleitt vel í mínu samfélagi.

    Plúsar og mínusar.

  • þórður þorvaldsson

    Heimskt er heimaalið barn. Allir hafa gott af því að flytjast búferlum til annarra landa þó ekki sé til annars en að víkka út sjóndeildarhringinn. Það er hollt að sjá hvernig helstu nágrannaþjóðir okkar haga umræðunni. Hvað er sett á oddinn ? Hvernig aðrar þjóðir umgangast auðlindir sínar ? Hvernig aðrar þjóðir ráða í opinberar stöður ? Hvernig er tekið á minnsta grun um spillingu ? Hvað þarf til að alþingismenn segi af sér ? Er sami skotgrafarhernaður milli pólítískra andstæðinga ? Er eins auðlesin hagsmunagæsla stjórnmálaaflanna annarsstaðar ?

    Það er eðlislægt okkur Íslendingum að fara á erlendar slóðir „ut vil ek“ og svo framvegis. En auðvitað hefur það sýna ókosti bæði samfélagslega og ekki síst fjöldskyldulega. Oft enda börn námsmanna úti í heimi því þar finnst þeim þau frekar eiga heima. Það getur verið mjög erfitt og sárt á viðkvæmum stundum að geta ekki haft sína nánustu hjá sér vegna fjarlægðar. Góðir íslenskir námsmenn enda líka oft með því að verða boðin spennandi störf á sínu sviði erlendis sem þau geta ekki sagt nei við og koma þess vegna aldrei „heim“ með sína þekkingu sem er svo mikilvæg séð með augum samfélagsins.

    Oft heyrðist það í skandinavíu að þangað væru að hrúgast inn fólk sem vildi lifa á kerfinu, auðnuleysingjar sem ekki vildu vinna. Tyrkir, Tamílar og Íslendingar en það breyttist fyrir áratug eða svo þegar hægri öflin komust að. Núna eru útlendingar miskunarlaust sendir til síns heima nema þeir geti sýnt það og sannað að þeir geti séð fyrir sér. En hverjir eru það sem fara ? Varla pólítískir flóttamenn eða hvað ? Er það fólk sem er að flýja bág kjör ? eða skuldahala ? Á krepputímum fer fólk sem getur séð sér farborða annarsstaðar og sem skammtímalausn er það gott, en þetta er ekki gott fyrir Ísland ef fólkið skilar sér ekki heim aftur. En þetta er þekkt td frá Nýfundnalandi eftir ´50, Færeyjum eftir ´90. Brain drain hafa sumir kallað þetta.

    Þetta minnir mig á það sem mér finnst vanta í tölfræðina þegar verið er að tala um atvinnuleysið heima. Mér finnst vanta upplýsingar um það hvað voru til mörg störf við hrun og hvað eru mörg störf til núna ? Eru tölurnar ekki marktækar ? hvað hafa orðið til mörg störf eftir „allar“ þessar aðgerðir ? eða er það kannski einmitt vegna þess að starfskrafturinn hefur farið úr landi ? Væru atvinnuleysistölurnar ekki miklu hærri ef fólkið hefði ekki farið ?

    Margir þeir sem eru að vinna erlendis eru núna að senda gjaldeyri heim til Íslands nákvæmlega eins og Pólverjarnir og flest útlenda vinnuaflið sem tók þátt í hinu svokölluðu „góðæri að láni“ gerði hér fyrir hrun. Þessu fólki þarf því ekki að borga atvinnuleysisbætur og þó svo hlutfallið af gjaldeyri sé ekki mikið í þjóðarútreikningunum. Niðrandi athugasemdir um þetta fólk er einmitt svo líkt hinum íslenska heimóttarhugsanahætti. Vertíðarhugsanahætti þar sem vaðið er af stað með gusugangi og forsjálnin lítil sem enginn. Eins og kom í ljós við hrun, engin fyrirhyggja, ekkert regluverk og kerfið mergsogið af ónýtum flokkadindlum. Það er í rauninni gjöf og sérstaklega ef þetta fólk snýr heim aftur að það geti farið erlendis meðan það versta dynur yfir.

Höfundur