Miðvikudagur 22.09.2010 - 14:31 - Lokað fyrir ummæli

Kvennakúgun í boði stjórnvalda.

Nú veit ég ekki hvort að Jussanam de Silva varð fyrir ofbeldi en þetta kerfi er ólíðandi.  Ég skora á fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins misheppnaða að beita sér fyrir breytingu á því.

Í síðustu skýrslu sinni bendir Evrópuráðsnefndin um misrétti, ECRI, á það að þetta kerfi að konur af erlendum uppruna séu brottrækar úr landi ef þær skilji við eiginmenn sína innan þriggja ára leiði til þess að margar konur sitji fastar í ofbeldissamböndum. Bent er á það að 40% kvenna sem leituðu til Stígamóta á tilteknum tíma hafi verið af erlendum uppruna.

Íslensk stjórnvöld telja greinilega erfitt að breyta þessu en sannfæra fulltrúa ECRI um það að konur sem verði fyrir ofbeldi í samböndum og leiti skilnaðar verði ekki á brott reknar.  Þetta hefur því miður ekki haldið.  Ástæðan er m.a. sú að ofbeldi er oft erfitt að sanna og konur eru taldar ljúga ofbeldi upp á eiginmenn sína til þess að verða ekki vísað úr landi. Þess vegna er þeim vísað úr landi.

Það er til sáttmáli sem heitir ,,Act of Foreigners“ sem tekur á þessu en íslensk stjórnvöld hafa ekki viljað staðfesta hann.

Þetta brottvísunarkerfi er ólíðandi. Þarna er á ferð kvennakúgun í boði stjórnvalda.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Hrönn Geirsdóttir

    mikið rétt. Hvernig væri nú að fara að taka á þessu vandamáli í eitt skipti fyrir öll því þetta kemur upp með reglulegu millibili.

  • Hvernig væri það að stjórnvöld færu að gera það að reglu að koma fram við innflytjendur og aðra útlendinga eins og manneskjur?

  • Margrétj

    Það heyrist ekki hósti né stuna frá kvennasamtökum eins og Feminstafélaginu ofl.
    Týpískt og dæmigert.

  • Enn eitt dæmið um það að stjórnmálamenn lúta ekki sömu lögum og almenningur

Höfundur