Fimmtudagur 23.09.2010 - 18:52 - Lokað fyrir ummæli

Er Haraldur Benediktsson að bulla?

Ég er einn af þeim sem hefur reitt fram háfa milljón til þess að fá ljósleiðara í hús okkar hjóna að Svínafelli í Öræfum.  Þetta geri ég til þess að geta unnið á tölvuna mína og horft á sjónvarpið mitt.  Það er vitaskuld megnasta óréttlæti, misrétti að íbúar á þessu svæði þurfi að kosta svona miklu til til að standa jafnfætis íbúum á höfuðborgarsvæðinu. Í leiðara í Bændablaðinu lætur Haraldur Benediktsson formaður hagsmunasamtaka bænda að því liggja að þetta sé Evrópusambandinu að kenna þ.e. þarna ,,virðist“ um að ræða ,,enn eitt dæmið um misheppnaða innleiðingu á Evrópusambandslöggjöf“.  Hvað meinar maðurinn?  Er þetta því að kenna að innleiðing misheppnaðist? Verður ekki að bæta úrþví?  Í framhaldinu má hins vegar beinlínis  skilja að þetta sé ESB að kenna.  Er maðurinn bara að bulla. Getur einhver sérfræðingur greint þetta?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Haraldur Benediktsson er bara að bulla. Íslenskir bændur vilja endilega flytja inn íslenskt lambakjöt inná ESB markaðinn. Þá verða íslenskir bændur að sætta við þá staðreynd að ESB mun gera kröfu um að íslendingar taki upp lög og reglur ESB sem snerta matvælaframleiðslu eins og kjötframleiðslu.

    Það er alveg ljóst að ESB mun gera þessar kröfur alveg óháð því hvort að íslendingar ganga í ESB eða ekki. Þetta verður allt saman tekið upp í gegnum EES samninginn eða þá í gegnum aðra samninga ef íslendingar tapa EES samningum vegna brota á kröfum hans með hlutum eins og gjaldeyrishöftum.

  • Uni Gíslason

    Því miður, ég get ekki ímyndað mér hvað maðurinn er að bulla um ESB í þetta sinn. Hljómar eins og úr óæðri endanum á kallinum.. en ef væri um misheppnaða innleiðingu á ESB löggjöf, þá er það Íslandi „að kenna“, ekki ESB. Augljóslega.

  • Mr. Crane

    Mér finnst nú eiginlega merkilegra að þú ætlist til þess að ég borgi fyrir þig netaðgang og sjónvarpsaðgang.

    Bullið í Bændasamtökunum er eiginlega fasti…

  • Ómar Kristjánsson

    Já, sá þetta. Nefnir ,,regluverk um markaðsforsendur fyrir fjarskipti“ sem præm suspekt og þar á bak við EU.

    Ryndar sá eg um daginn, er eg var að lesa eitthvað á erlendum vefmiðli um dreifbýlisstyrkjakerfi EU, að undanfarið hafa þeir styrkt lagningu ljósleiðara og slíkrar nútímatækni til dreifðari byggða til að stykja atvinnu.

Höfundur