Mánudagur 11.10.2010 - 14:33 - Lokað fyrir ummæli

Vinstri stjórn og réttlæti!

Spurningin um niðurfærslu á verðtrryggðum lánum sem hafa fokið upp úr öllu valdi er fyrst og fremst spurning um réttlæti.  Réttlæti milli hópa í þjóðfélaginu.  Hverjir eiga að borga hrunið? Eiga það að vera fjármagnseigendur eða eiga það að vera skuldarar? Flestir eru sitt lítið af hverju reyndar. Eins og staðan er í dag finnst  íbúðareigendum með verðtryggð lán þeir vera í sporum fórnarlamba. Þeir hafa séð eigarhlut sinn brenna upp.  Bæði þeir sem eru illa staddir og þeir sem eru þolanlega eða vel staddir. Það þarf að koma í veg fyrir að einum hópi finnist hann vera fórnarlamb hrunsins umfram aðra hópa.  Það étur þjóðfélagið  innanfrá. Sem betur fer er hér vinstri stjórn og henni ætti að vera treystandi til að spila þannig úr málum að réttlætistilfinning ríki.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • „Sem betur fer er hér vinstri stjórn og henni ætti að vera treystandi til að spila þannig úr málum að réttlætistilfinning ríki.“

    Hvar hefur þú verið síðustu tvö árin? Í það minnsta ekki hér á Íslandi að fylgjast með störfum ríkisstjórnarinnar …

  • Mikil er trú þín maður!

  • Sigurður Pálsson

    Banki lánar þér ólöglegt gengistrygg lán
    Banki tekur meðvitað stöðu á móti krónunn
    Hæstiréttur búin að kveða á um ólögmæti lána. (Engin hefði tekið gengistryggt lán)

    Niðurstaðan.
    Lántakendur áttu bara að vita það að lánin væru ólögleg.
    Lántakendur áttu bara að vita það að verðbólgan færi upp úr öllu valdi

    Vinstri stjórnin er að reyna að bjarga lögbrjótunum (bönkunum) og ætla sér að láta lántakandan borga

  • Sigurður Pálsson

    Dæmi um leikreglur sem Árni Páll og bankarnir bjóða

    Millistéttarfjölskylan keypti húsnæði á 40 millj og lagði til 20 millj eigið fé en tók ólöglegt gengistrygg lán að upphæð 20.millj. Lánið stendur í 40 milljónum en húsnæðisverð hefur lækkað um 30% og því er húsnæðið metið á 28 milljónir í dag. Lánið verður því lækkað niður í 31 milljón.
    Allt eigið fé uppurið sem lagt var í húsnæðið

    Hátekjufjölskylda keypti húsnæði á 70 milljónir og tók allt af láni (enda með góðar tekjur og geta greitt háar mánaðrlegar greiðslu). Lánið stendur nú í 140 milljónum. Verðmat á húsnæðinu er nú um 50.millj. Lánið verður því lækkað niður í 55. milljónir eða 15 milljónun undir uphaflegt lán

    Millistéttarfjölskyldan sem lagði til 20 milljónir í eigið fé tapar öllu en hátekjufjölskyldan skuldar nú 15 milljónum minna en í upphafi.

    Réttlæti. Nei

Höfundur