Þriðjudagur 12.10.2010 - 16:20 - Lokað fyrir ummæli

Alið á andúð?

Datt aðeins í það að horfa á þingið.  Einar Guðfinnsson og Vigdís Hauksdóttir að tala um makrílinn.  Hvílíkt offors, hvílíkt orðbragð hjá þeim báðum tveimur.  Þarna var blygðunarlaust alið á andúð á öðrum ríkjum. ESB teiknað upp sem eitthvað skrímsli.  Ég hélt að fólk talaði ekki svona lengur. Ég hélt að tímabil hófstillingar og skynsamlegra raka væri runninn upp.  Ég held að mannkynið megi þakka fyrir að þarna voru fulltrúar smáríkis á ferð en ekki fulltrúar herveldis. Hvernig væri heimurinn ef allir létu svona?  Sjálfsagt er það mat þessa ágætisfólks að þetta gangi í lýðinn.  Er það virkilega svo?

Sjálfur kýs ég Ciceró frekar en Cesar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Hugmyndir Sjálfstæðismanna um veröldina eru: „þröngt hagsmunamat“. Það hefur virkað vel hingað til að halda þeim í 35% kjörfylgi í skoðanakönnunum. Kjörfylgi í kosningum er annað og tel ég enga ástæðu til að halda að fylgi þeirra aukist markvert frá því sem nú er nema úti á landi þar sem þeir eiga eftir að stunda atkvæðaþjófnað með gylliboðum um „endurreisn landsbyggðarinnar“ ef þeir komist til valda.

    Landsbyggðarmenn sjá ekki í gegnum þetta enda hafa þeir mótmælalaust látið Sjálfstæðisflokkinn taka af sér fiskveiðiréttinn sem er nánast það eina sem réttlætti stórfellda uppbyggingu landsbyggðarinnar á sínum tíma.

  • Erlendur Fjármagnsson

    Eðli Íslendinga

  • Góður pistill Baldur, en gleymum því samt ekki að framkoma bæði ESB og Noregs er engu betri en þessarra tveggja. Ummæli Gísla aeru bar bull .Td bendi ég á að þingfylgi íhaldsins er mest á suðvesturhorninu.Kvótinn er að stærstum hluta vítt og breytt um landið eins og hann á að vera og þar verða verðmætin til.Ætli Austurland með 4-5% íbúa landsins skili ekki upp undir fjórðungi útflutningtekna Íslendinga á þessu áari.æ

  • Ágæti Baldur.

    Upplýsi þig um að tími hófstillingar og skynsamlegra raka er ekki runninn upp á Íslandi.

    Líkur á því að sá tími renni upp hér á landi telja flestir sæmilega upplýstir menn litlar sem engar.

Höfundur