Þriðjudagur 12.10.2010 - 16:20 - Lokað fyrir ummæli

Alið á andúð?

Datt aðeins í það að horfa á þingið.  Einar Guðfinnsson og Vigdís Hauksdóttir að tala um makrílinn.  Hvílíkt offors, hvílíkt orðbragð hjá þeim báðum tveimur.  Þarna var blygðunarlaust alið á andúð á öðrum ríkjum. ESB teiknað upp sem eitthvað skrímsli.  Ég hélt að fólk talaði ekki svona lengur. Ég hélt að tímabil hófstillingar og skynsamlegra raka væri runninn upp.  Ég held að mannkynið megi þakka fyrir að þarna voru fulltrúar smáríkis á ferð en ekki fulltrúar herveldis. Hvernig væri heimurinn ef allir létu svona?  Sjálfsagt er það mat þessa ágætisfólks að þetta gangi í lýðinn.  Er það virkilega svo?

Sjálfur kýs ég Ciceró frekar en Cesar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Jakobína

    Ég lýsi eftir hófstilltri og upplýsandi umræðu um ESB. Þessu beini ég að báðum aðilum.

  • Við hverju býstu af Einari.
    Hann er bara munnur og loftið eins og á unga aldri.
    Aldrei gert handtak.

  • Einar Jörundsson

    Sem betur fer er þetta nú allt ágætis fólk, en hlutverk stjórnmálamanns í leikhúsi fáránleikans á Austurvelli er leikið af mikilli innlifun. Það er engu líkara en fólk hafi hreinlega hamskipti þegar í pontu er komið og þá er allt látið flakka. Ég veit ekki betur en þetta fólk sé í öllum aðalatriðum til friðs að vinnudegi loknum, „Afturhaldskommadindlar“ og „frjálhyggju-auðvalshundar“ verða bara Jón og Gunna, vinir og félagar, makar og foreldrar. Hófstillt umræða fer fram „utan sviðs“ þar sem þetta sama fólk ræðir málin og skiptist á skoðunum eins og manneskjur – þegar „atkvæðin“ heyra ekki til þeirra.

  • Helgi Jóhann Hauksson

    Mikið rétt hjá þér Baldur – Var að horfa á flugdrekahlauparann á sunnudaginn á Rúv þar sem einhverjum varð á orði að Afganir hefðu í átökum sínum við rússa og svo talibna glatað „gæskunni“.
    – Þetta sótti á mig og hef verið að velta fyrir mér hvort við eigum á hættu að glata gæskunni og hve seinvaxin sú jurt er í þjóðarsál ef hún á annað borð glatast.

Höfundur