Fimmtudagur 14.10.2010 - 18:51 - Lokað fyrir ummæli

Var Bjarni Harðarson hæfastur?

Bjarni Harðarson var örugglega einn hæfasti ef ekki hæfasti umsækjandinn  um stöðu upplýsingafulltrúa.  Fyrir utan feril sem ritstjóri og blaðamaður meira og minna síðustu 30 árin er Bjarni rithöfundur, hefur háskólapróf í Þjóðfræði og háskólanám í fleiri fögum, hefur þriggja áratuga reynslu af félagsmálum og óumdeilda reynslu í stjórnmálum, er vel gefinn,  bráðvel að sér, þrælglöggur og hraðvirkur.  Ég sé ekki í fljótu bragði nokkurn sem hefði faglega betur verið kominn að þessari stöðu.

Hitt er annað að Vinstri Grænir virðast ekki gera sér grein fyrir því hvað felst í faglegu ferli.  Faglegt ferli felst í því að menntun, starfsreynsla og almenn hæfni er metin af hlutlausum aðilum.  Þar er ekki einblínt á menntun og starfsreynslu heldur allan pakkann.  Hefði Jón Bjarnason sett ráðninguna í slíkt ferli hefði hann eflaust fengið hæfasta umsækjandann Bjarna Harðarson.  Í  staðinn er ráðning hans enn eitt dæmið um að við þurfum að ganga í ESB þó ekki væri nema til að aga menn eins og Jón Bjarnason.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Já blaðafulltrúinn þarf væntanlega að kunna einhver tungumál? Ég veit ekkert um Bjarna en sletti þessu bara fram. Les alltaf bloggin þín, þykir þú jarðbundinn og rökfastur. Leiddist að sjá engin ummæli hjá þér….?

  • Það vantar ekki hjá Bjarna! Bkv. B

  • Eygló Aradóttir

    Ég er nokkuð viss um að Bjarni Harðarson hefði aldrei komið til greina (þrátt fyrir alla hans kosti) ef hann væri ekki harður andstæðingur aðildar að ESB.

  • Hæfastur! Upplýsingarfulltrúi sem kann ekki á tölvupóst!

    Þetta er grín. Bjarni er ráðinn vegna haturs hans á ESB og ekkert annað. Og jú! – Svo vegna þess að hann er fastur á sömu öld og Jón Bjarnason. Það munu ekki vera margir núlifandi íslnedingar sem uppfylla það skilyrði.

Höfundur