Bjarni Harðarson var örugglega einn hæfasti ef ekki hæfasti umsækjandinn um stöðu upplýsingafulltrúa. Fyrir utan feril sem ritstjóri og blaðamaður meira og minna síðustu 30 árin er Bjarni rithöfundur, hefur háskólapróf í Þjóðfræði og háskólanám í fleiri fögum, hefur þriggja áratuga reynslu af félagsmálum og óumdeilda reynslu í stjórnmálum, er vel gefinn, bráðvel að sér, þrælglöggur og hraðvirkur. Ég sé ekki í fljótu bragði nokkurn sem hefði faglega betur verið kominn að þessari stöðu.
Hitt er annað að Vinstri Grænir virðast ekki gera sér grein fyrir því hvað felst í faglegu ferli. Faglegt ferli felst í því að menntun, starfsreynsla og almenn hæfni er metin af hlutlausum aðilum. Þar er ekki einblínt á menntun og starfsreynslu heldur allan pakkann. Hefði Jón Bjarnason sett ráðninguna í slíkt ferli hefði hann eflaust fengið hæfasta umsækjandann Bjarna Harðarson. Í staðinn er ráðning hans enn eitt dæmið um að við þurfum að ganga í ESB þó ekki væri nema til að aga menn eins og Jón Bjarnason.
Held að vísu að Jón Bjarnason sé síðasta sort og mér þykir ekki gott að vita af Bjarni í félagsskap með honum alla daga.
Auðvitað átti bara að ráða hann pólitískt enda ekkert að því að hafa pólitískan blaðafulltrúa.
Það styttis í ráðherradómi Jóns sem betur fer,ekki er hægt að vera meira handónýtur en hann hefur verið setur alla vini sína á jötuna og ef spurður segir hann bara að það rigni sandi fyrir austan og kemst upp með það.
Það væri ákveðinn kostur ef upplýsingarfulltrúi hjá hinu opinbera væri þekktur fyrir sannsögli en ekki baktjaldaplott og skrumskælingar.
„Þurfa að ganga í ESB., til að aga menn einsog Jón Bjarnason“
Hafa kirkjunnar menn ekki upp á síðkastið , fengið nægilega neikvæðar einkunnir, þó ekki bætist við ályktanir, samanber ofanritað ??
Eigi þetta að vera fyndni – þá einkar léleg.
Ef hinsvegar alvara, þá er bloggari greinilega haldinn “ áráttu/þráhyggju“.
Guð hjálpi okkur !