Fimmtudagur 14.10.2010 - 18:51 - Lokað fyrir ummæli

Var Bjarni Harðarson hæfastur?

Bjarni Harðarson var örugglega einn hæfasti ef ekki hæfasti umsækjandinn  um stöðu upplýsingafulltrúa.  Fyrir utan feril sem ritstjóri og blaðamaður meira og minna síðustu 30 árin er Bjarni rithöfundur, hefur háskólapróf í Þjóðfræði og háskólanám í fleiri fögum, hefur þriggja áratuga reynslu af félagsmálum og óumdeilda reynslu í stjórnmálum, er vel gefinn,  bráðvel að sér, þrælglöggur og hraðvirkur.  Ég sé ekki í fljótu bragði nokkurn sem hefði faglega betur verið kominn að þessari stöðu.

Hitt er annað að Vinstri Grænir virðast ekki gera sér grein fyrir því hvað felst í faglegu ferli.  Faglegt ferli felst í því að menntun, starfsreynsla og almenn hæfni er metin af hlutlausum aðilum.  Þar er ekki einblínt á menntun og starfsreynslu heldur allan pakkann.  Hefði Jón Bjarnason sett ráðninguna í slíkt ferli hefði hann eflaust fengið hæfasta umsækjandann Bjarna Harðarson.  Í  staðinn er ráðning hans enn eitt dæmið um að við þurfum að ganga í ESB þó ekki væri nema til að aga menn eins og Jón Bjarnason.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Einar Steingrímsson

    Hvað er langt síðan Bjarni hraktist af þingi? Af hverju var það nú aftur? Er skynsamlegt að gera mann með slíkt á bakinu, fyrir svo skömmu, að andliti ráðuneytis? Burtséð frá hæfileikum.

  • Erlendur Fjármagnsson

    Var ekki allt satt og rétt sem stóð í tölvupóstinum fræga?

  • Þegar ég hugsa um málstað og málflutning Jóns Bjarnason, dettur mér enginn betri upplýsingafulltrúi í hug en Bjarni Harðarson.

  • María Kristjánsdóttir

    Mér hefur nú alltaf fundist Bjarni Harðar dálítið skemmtilegur. Og með fullri virðingu fyrir menntun á PR sviði þá áttu nú ýmsir PR menn stóran þátt í hamförum síðasta áratugs. Kannski alveg eðlilegt að ráðherrar séu tortryggnir gagnvart þeirri stétt manna.

Höfundur