Fimmtudagur 14.10.2010 - 09:24 - Lokað fyrir ummæli

Hin hræðilega ESB leyniþjónusta!

Áður var það ESB her, nú er það ESB leyniþjónusta.  Í hvaða forað er þetta fólk lent? Það ætlar með kjafti og klóm, með öllum meðulum að koma í veg fyrir það að kjör almennings batni, mannréttindi verði betur virt og að Ísland taki fullan þátt í samvinnu fullvalda þjóða í Evrópu eins og það samstarf er að þróast í upphafi 21. aldar.  Það berst fyrir því að vera alveg heima í skuldafangelsinu, tryggja íslenskt mataræði og íslenskan klíkuskap og íslensk ófaglegheit.

Innan Evrópuráðsins og Evrópusambandsins hafa verið stigin öll marktæk skref hvað varðar frelsi og réttlindi einstaklingsins í okkar heimshluta síðustu fimmtíu árin. Öll marktæk skref í neytendavernd, öll marktæk skref í vinnulöggjöf.  Ísland hefur alltaf dragnast á eftir- aldrei verið á undan. Oft móast við. Sem betur fer verðum við að fylgja Evrópu nú þegar í flestu.  Hvað gengur heiðarlegu vinstra fólki til?

Og þess utan.  Telur fólk mögulegt að Ísland hafi annað eftirlits og öryggiskerfi með glæpamönnum en önnur ríki Evrópu. Ætlum við að verða himnaríki glæpanna?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • ESB sinnar verða að horfast í augu við að aðild að sambandinu þýðir að Ísland taki þátt í starfsemi sem hingað til hefur verið samstaða um í íslenskum stjórnmálum að Ísland eigi ekki að standa í. Bendi þér á góða grein eftir Höllu Gunnarsdóttur í því sambandi (http://halla.is/?p=1140).

    ESB hefur bæði kosti og galla. Fólk vegur þessa kosti og galla mismunandi og kemst að mismunandi niðurstöðu, en það er ekki umræðunni til framdráttar að taka allri umræðu um málið sem vilja til að halda Íslendingum í kúgun eða sem landráð. Þú tekur þátt í orðræðu öfga og sundrungar í þessu máli og það er miður.

  • Skjöldur

    Það verður samt þannig að ef við förum í ESB fáum við allt það slæma en ekkert af því góða…. því þannig er Ísland sbr norrænu velferðarstjórnina sem tekur bara skattamódelið…

  • úlfar hauksson

    Í fyrsta lagi þá er út í hött að líkja þessu við CIA. Í öðru lagi þá eru ÖLL ríki Evrópu með leyniþjónustu í einhverjum skilninig þannig að ég skil í raun ekki af hverju það er verið að gera þetta torkennilegt. Samvinna á þessu sviði er í raun sjálfsögð líkt og samvinna á öðrum sviðum öryggis- og lögreglumála. Í þriðja lagi þá spyr maður hvort það sé vilji fólks að afnema samvinnu í baráttu gegn skipilögðum glæpum?

  • Við erum þegar orðin að himnaríki glæpamanna í gegnum evrópskt samstarf. Hvaða glæpahundur sem er kemst inn án vandkvæða og dómar hér eru ….. mig minnir að litháinn sem var í viðtali hér sagði að fyrir þeim væri Litla Hraun eins og fimm stjörnu hótel í Litháen.

Höfundur