Fimmtudagur 14.10.2010 - 09:24 - Lokað fyrir ummæli

Hin hræðilega ESB leyniþjónusta!

Áður var það ESB her, nú er það ESB leyniþjónusta.  Í hvaða forað er þetta fólk lent? Það ætlar með kjafti og klóm, með öllum meðulum að koma í veg fyrir það að kjör almennings batni, mannréttindi verði betur virt og að Ísland taki fullan þátt í samvinnu fullvalda þjóða í Evrópu eins og það samstarf er að þróast í upphafi 21. aldar.  Það berst fyrir því að vera alveg heima í skuldafangelsinu, tryggja íslenskt mataræði og íslenskan klíkuskap og íslensk ófaglegheit.

Innan Evrópuráðsins og Evrópusambandsins hafa verið stigin öll marktæk skref hvað varðar frelsi og réttlindi einstaklingsins í okkar heimshluta síðustu fimmtíu árin. Öll marktæk skref í neytendavernd, öll marktæk skref í vinnulöggjöf.  Ísland hefur alltaf dragnast á eftir- aldrei verið á undan. Oft móast við. Sem betur fer verðum við að fylgja Evrópu nú þegar í flestu.  Hvað gengur heiðarlegu vinstra fólki til?

Og þess utan.  Telur fólk mögulegt að Ísland hafi annað eftirlits og öryggiskerfi með glæpamönnum en önnur ríki Evrópu. Ætlum við að verða himnaríki glæpanna?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Hvernig getur prestur stutt ingöngu inn í alþjóðabákn sem reisir babelsturn fyrir þing sitt?

    Og getur sérfræðingurinn Úlfar Hauksson ekki byrjað að rannsaka þá skipulögðu stórglæpastarfsemi sem þrífst undir verndarvæng fjármálaelítunnar? Heldur hann að skipulögð glæpastarfsemi hafi ekki tangarhald á stjórnsýslu ríkja og ríkjasambanda? Eða á bara að stunda rannsóknir undir ljósastaurunum þar sem þeim er bent á að halda sig og verða engum að gagni og upplýsa ekkert sem skiptir máli?

  • Sæll sr. Baldur.

    Ég undirritaður er algerlega á móti inngöngu okkar í ESB nú, hvað sem síðar verður.
    Það er eingöngu á forsendum, sjálfstæðis, efnahags og atvinnumála.
    Hef bara ekki minnstu áhyggjur af Evrópuher eða leyniþjónustu.
    Hvoru tveggja er vafalaust nauðsynlegt í ófullkomnum heimi.
    Ekki dettur mér heldur í hug að draga neitt úr þeim góðu áhrifum sem hingað hafa borist frá siðmenningunni í Evrópu.
    Hvort sem það er á sviði hámenningar, menntunar, lýðræðis eða stjórnsýslu. Allt verið okkur til góðs.
    Ofreglung kallar Sigurður Líndal það hins vegar þegar lagaverkið er orðið svo mikið að það er farið að ógna sér sjálft, og þeim samfélögum sem það á að þjóna. Það sást vel í bankahruninu, þegar reglurnar leyfðu óskapnað sem gat ekki staðist.
    Hinu má ekki gleyma að ESB er fyrst og fremst orðið markaðsbandalag á forsendum auðstéttarinnar í Evrópu. Þeirrar sömu og auðgaðist í öndverðu á að ræna framtíðinni af Afríku, Asíu og Suður Ameríku.
    Vegna breytinga á aldarfari gengur ekki lengur að fara með byssur og heimta afrakstur vinnunar af þjóðum heims.
    Þess vegna þarf að framleiða eitthvað og láta fólkið hafa þegar afrakstur vinnunar og tekin af því.
    Þess vegna er verið að stækka Evrópusambandið til austurs. Ekki af því að yfirstéttinni í klúbbunum í City, og félögum í öðrum löndum, þyki svo vænt um fólkið þar, heldur til að það kaupi vörurnar sem þessi auðstétt framleiðir.
    Sem fyrr verða það ekki útlendingar sem hugsa fyrir okkar bestu hagsmunum. Það verðum við að gera sjálf.
    Okkar verslunarhagsmunum er prýðilega komið fyrir innan samstarfsins í EES. „Allt fyrir ekkert“ sagði Jón Baldvin þá.
    Það er ekkert nema vont að sækja í viðbót, með því að ganga alla leið inn í ESB.
    ESB hentar frekar iðnríkum en hrávöruframleiðendum eins og okkur og Norðmönnum. Aðalábati okkar yrði viðvarandi og aukið atvinnuleysi.

    Blessi þig.
    Viggó Jörgensson.

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Leyniþjónusta ESB- Stórríkisins verður vart öðru vísi en slík apparöt annarra stórríkja.
    Hvað heldur Hinn trúi ESB prestur eiginlega að þetta verði einhver Guðdómleg stofnun forræðishyggjunnar byggð á biblíu sögunum !

    Auðvitað verður öryggis- og leyniþjónusta stórríkis ESB hvorki verri né betri heldur en aðrar leyniþjónustur slíkra Stórríkja hafa verið gegnum tíðina. KGB og CIA eru þar vörðurnar til að varast.

    Reyndar hefur vísir að þessari svokölluðu öryggismálstofnunar ESB nú þegar sýnt klærnar og það með þóknun Elítunnar sjálfrar.

    Þar sem þeir hafa fyrst og fremst hingað til haft það hlutverk að gæta æðstu presta ESB elítunnar og líkamlegs og andlegs öryggis þeirra en einnig njósna og leggja steina í götu allra þeirra sem á einhvern hátt sam sama sig ekki hinu háheilögu regluverki ESB Elítunnar.
    Þetta hefur sérstaklega átt við þá þingmennn ESB Þingsins sem ekki ganga í takt við Elítuna og eru þar í andstöðu á einhvern hátt.

    Líkt og í Gömlu Sovét er litið á þá sem hættulega aðila sem stefna hinni Sam Evrópsku einingu og samruna áætlunum í hættu og því stórhættulega og fjandsamlega aðila.

    Þessir aðilar eins og t.d. Breski Evrópuþingmaðurinn David Hannan og tugir annarra sem hafa stórar efasemdir um fullkomleika ESB elítunnar hafa beinlínis mátt þola ofsóknir af þessari ESB öryggis lögreglu. Þeir hafa nú þegar mátt þola ólöglegar handtökur, mannréttindabrot og ofbeldi af ýmsu tagi.

    Snemma beigist krókurinn og nú á að gefa þessu njósna og leyniþjónustu apparati ESB elítunnar enn meiri heimildir til njósna og til beinnar íhlutnar um málefni einstaklinga og félagasamtaka,

    Allt í nafni hinnar einu sönnu samevrópsku rétthugsunar.

    Sagan endurtekur sig sífellt.

    Ætlar Séra Baldur að styðja þessa vitleysu !

  • Jesú og María.

    Gunnlaugur, hvað getum við lesið um þessar handtökur á David Hannan og fleirum?

    Hjálpi oss allir heilagir ef satt er.

    Kveðja og fyrirfram þakkir fyrir að benda á linka eða aðrar heimildir. fyrþakkir fyrir linka

Höfundur